Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar 20. janúar 2025 14:33 Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Mörður Árnason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun