Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 22:06 Donald Trump með eina af fjölmörgum tilskipunum sem hann undirritaði í gær. AP/Matt Rourke Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. Eins og kveður á í fjórtándu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna fá börn sem fæðast í landinu sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt við fæðingu, óháð því hvort foreldrar þeirra séu með ríkisborgararétt. Í gær, fyrsta degi sínum sem forseti, skrifaði Trump undir tilskipun um afnám sjálfkrafa réttar barna innflytjenda sem fæðast í Bandaríkjunum til ríkisborgararéttar. Ríkissaksóknarar átján ríkja stefndu forsetanum en þau eru New Jersey, Massachusetts, Kalifornía, Colorado, Connecticut, Delaware, Hawaii, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Mexcio, New York, Norður-Karólína, Rhode Island, Vermont og Wisconsin ásamt því að ríkissaksóknara borganna San Francisco og Washington DC tóku þátt. Þá stefndu ríkissaksóknarar ríkjanna Washington, Arizona, Illinois og Oregon einnig ákvörðuninni í annari kæru. Matthew J. Platkin, ríkissaksóknari New Jersey kallar ákvörðun Trump „einstaka og róttæka.“ Hann sagði forseta vera valdamikla en þeir séu ekki kóngar. „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki,“ segir Platkin í umfjöllun New York Times. Nick Brown, ríkissaksóknari Washington-ríkis, segir að um 150 þúsund börn í þessari stöðu fæðist í landinu á hverju ári. Brown ætlar að halda áfram að fylgjast með tilskipunum Trump og býst við fleiri málaferlum. Ríkið myndi því ekki höfða mál vegna hneykslanlegra ákvarðana sem eru löglegar. Brown tekur sem dæmi ákvörðun Trump um að náða þá sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. „Ég hef engan áhuga á því að halda áfram að kæra forseta Bandaríkjanna, hvort það er Donald Trump eða hver það er sem verður næsti forseti, en ég hef svarið eið að því að verja stjórnarskrána,“ sagði Brown. Tilskipunin tekur gildi eftir þrjátíu daga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var farið yfir nokkura tugi tilskipana sem Trump undirritaði í gær. Donald Trump Bandaríkin Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53 Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Eins og kveður á í fjórtándu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna fá börn sem fæðast í landinu sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt við fæðingu, óháð því hvort foreldrar þeirra séu með ríkisborgararétt. Í gær, fyrsta degi sínum sem forseti, skrifaði Trump undir tilskipun um afnám sjálfkrafa réttar barna innflytjenda sem fæðast í Bandaríkjunum til ríkisborgararéttar. Ríkissaksóknarar átján ríkja stefndu forsetanum en þau eru New Jersey, Massachusetts, Kalifornía, Colorado, Connecticut, Delaware, Hawaii, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Mexcio, New York, Norður-Karólína, Rhode Island, Vermont og Wisconsin ásamt því að ríkissaksóknara borganna San Francisco og Washington DC tóku þátt. Þá stefndu ríkissaksóknarar ríkjanna Washington, Arizona, Illinois og Oregon einnig ákvörðuninni í annari kæru. Matthew J. Platkin, ríkissaksóknari New Jersey kallar ákvörðun Trump „einstaka og róttæka.“ Hann sagði forseta vera valdamikla en þeir séu ekki kóngar. „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki,“ segir Platkin í umfjöllun New York Times. Nick Brown, ríkissaksóknari Washington-ríkis, segir að um 150 þúsund börn í þessari stöðu fæðist í landinu á hverju ári. Brown ætlar að halda áfram að fylgjast með tilskipunum Trump og býst við fleiri málaferlum. Ríkið myndi því ekki höfða mál vegna hneykslanlegra ákvarðana sem eru löglegar. Brown tekur sem dæmi ákvörðun Trump um að náða þá sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. „Ég hef engan áhuga á því að halda áfram að kæra forseta Bandaríkjanna, hvort það er Donald Trump eða hver það er sem verður næsti forseti, en ég hef svarið eið að því að verja stjórnarskrána,“ sagði Brown. Tilskipunin tekur gildi eftir þrjátíu daga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var farið yfir nokkura tugi tilskipana sem Trump undirritaði í gær.
Donald Trump Bandaríkin Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53 Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30
Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53
Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent