Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar