Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar 23. janúar 2025 11:29 Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun