Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar 23. janúar 2025 11:29 Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun