Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar 27. janúar 2025 20:00 Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar