Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 11:00 Forsætisráðherrann hefur sagt af sér en sjónir manna beinast nú að forsetanum. AP/Darko Vojinovic Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. Mótmælin brutust út eftir að fimmtán létust þegar þak lestarstöðvar í Novi Sad hrundi þann 1. nóvember síðastliðinn. Stúdentarnir hafa mótmælt spillingu í landinu en forsetinn Aleksandar Vučić sagðist í gær vilja opna á samtal við þá og gaf til kynna að hann myndi mögulega stokka upp í ríkisstjórninni. Stúdentarnir hafa mótmælt nær alla daga frá því í nóvember og njóta síaukins stuðnings meðal annarra stétta, til að mynda kennara. Mótmælin hafa náð til yfir 100 borga og bæja og þátttaka almennings aukist. Þúsundir íbúa Belgrad tóku þannig þátt í aðgerðunum í gær og þá lagði einhver fjöldi bænda leið sína inn í höfuðborgina á traktorum. Vinnuvélarnar voru meðal annars notaðar til að verja mótmælendurna en að minnsta kosti tvívegis óku ökumenn inn í hópinn. Aðgerðirnar eru sagðar minna á mótmælin í aðdraganda falls stjórnar Slobodan Milošević árið 2000 en þá höfðu öryggisyfirvöld í landinu einnig snúist gegn forsetanum. Eftir að metfjöldi, 100 þúsund manns, safnaðist saman í Belgrad 22. desember síðastliðinn hótaði Vučić því að siga lögreglu á þátttakendur. Forsetinn var harðlega gagnrýndur í kjölfarið. Stjórnvöld hafa að einhverju marki komið til móts við kröfur stúdentanna, meðal annars með því að birta gögn um harmleikinn í Novi Sad. Hann átti sér stað skömmu eftir að lestarstöðin var tekin í gegn af kínverskum framkvæmdaaðila. Mótmælendur segja að slysið megi rekja til spillingar, þar sem framkvæmdin hafi verið ófagleg. Samgöngumálaráðherra landsins sagði af sér skömmu eftir atvikið. Serbía Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Mótmælin brutust út eftir að fimmtán létust þegar þak lestarstöðvar í Novi Sad hrundi þann 1. nóvember síðastliðinn. Stúdentarnir hafa mótmælt spillingu í landinu en forsetinn Aleksandar Vučić sagðist í gær vilja opna á samtal við þá og gaf til kynna að hann myndi mögulega stokka upp í ríkisstjórninni. Stúdentarnir hafa mótmælt nær alla daga frá því í nóvember og njóta síaukins stuðnings meðal annarra stétta, til að mynda kennara. Mótmælin hafa náð til yfir 100 borga og bæja og þátttaka almennings aukist. Þúsundir íbúa Belgrad tóku þannig þátt í aðgerðunum í gær og þá lagði einhver fjöldi bænda leið sína inn í höfuðborgina á traktorum. Vinnuvélarnar voru meðal annars notaðar til að verja mótmælendurna en að minnsta kosti tvívegis óku ökumenn inn í hópinn. Aðgerðirnar eru sagðar minna á mótmælin í aðdraganda falls stjórnar Slobodan Milošević árið 2000 en þá höfðu öryggisyfirvöld í landinu einnig snúist gegn forsetanum. Eftir að metfjöldi, 100 þúsund manns, safnaðist saman í Belgrad 22. desember síðastliðinn hótaði Vučić því að siga lögreglu á þátttakendur. Forsetinn var harðlega gagnrýndur í kjölfarið. Stjórnvöld hafa að einhverju marki komið til móts við kröfur stúdentanna, meðal annars með því að birta gögn um harmleikinn í Novi Sad. Hann átti sér stað skömmu eftir að lestarstöðin var tekin í gegn af kínverskum framkvæmdaaðila. Mótmælendur segja að slysið megi rekja til spillingar, þar sem framkvæmdin hafi verið ófagleg. Samgöngumálaráðherra landsins sagði af sér skömmu eftir atvikið.
Serbía Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira