Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 14:21 Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ekki sátt við arftaka sinn í foyrstu Kristilegra demókrata. AP/Martin Meissner Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti. Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent