Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2025 14:34 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Snæfellsnesvegi árið 2022. Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi. Áreksturinn sem málið varðar átti sér stað þegar maðurinn ók um Snæfellsnesveg til suðurs við Brúarland í Borgarbyggð árið 2022. Manninum var gefið að sök að aka bílnum undir áhrifum kannabisefna og slævandi lyfja án nægilegrar aðgæslu og varúðar þannig að hann fór yfir á rangan vegarhelming þannig að bíll mannsins hafnaði á öðrum bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Líkt og áður segir slasaðist konan, sem var ökumaður hins bílsins, alvarlega, en í ákæru segir að hún hafi hlotið „mörg brot ávinstri fótlegg, mörg brot á vinstri lærlegg, brot sem ná til margra svæða á vinstri ganglim, úlnliðsbrot vinstra megin, marga yfirborðsáverka á vinstri mjöðm og læri, tognun á lendhrygg og mjaðmagrind, mar á vinstri fæti og lungnablóðrek.“ Jafnframt hlaut farþegi bíls hennar, önnur kona, einhverja áverka. Þvingaði næstum því annan af veginum skömmu áður Aðstæðunum er lýst þannig í dómnum að þegar lögregla hafi komið á vettvang rúmum tíu mínútum eftir að slysið varð hafi báðir bílarnir verið utan vegar. Báðir ökumennirnir voru fastir í bílum sínum og annar þeirra, maðurinn sem var ákærður, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Í bíl hans fundust ómerktir pakkar með lyfskyldum slævandi lyfjum. Þá bárust lögreglu upplýsingar um að fyrr sama dag hefði bíl mannsins verið ekið með óstöðgum hætti og hann farið yfir rangan vegarhelming. Og skömmu fyrir áreksturinn hefði hann næstum því þvingað annan ökumann af veginum. Neitaði sök vegna ósakhæfis Maðurinn gekkst við atvikalýsingu ákærunnar að öllu leyti, en neitaði sök á grundvelli ósakhæfis. Hann sagðist sjá eftir atburðunum og finnast leiðinlegt að konan hefði hlotið alvarleg meiðsli. Hann var einnig ákærður fyrir önnur minniháttar umferðar- og fíkniefnalagabrot, en hann játaði sök í þeim. Slysið hafi rústað lífi hennar Konan sem slasaðist alvarlega gaf líka skýrslu fyrir dómi. Hún sagðist hafa verið að keyra heim á leið frá Reykjavík ásamt hinni konunni sem var í farþegasætinu. Allt í einu hafi hún séð bíl koma á móti sér sem var á hennar vegarhelmingi, og farþeginn sagt: „Hann er að koma á okkur.“ Konan sagði að sér hefði dauðbrugðið og þetta gerst mjög hratt. Hún hefði reynt að fara eins mikið út í kant og hún mögulega gat, en vegkanturinn verið svo hár að hún komst ekki útaf. Síðan hafi bíllinn skollið á henni og áreksturinn orðið. Svo hafi hún opnað augun og séð að allt væri út um allt og hún ekki vitað hvað væri að gerast. Hún sagðist hafa verið mjög verkjuð og virkilega hrædd því hún vissi ekki hversu mikið slösuð hún væri. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kom að konan hafi verið í fullri vinnu, og nýlega lokið við ótilgreinda BS-gráðu. Svo virðist sem námið hafi varðað það sem hún hafði hugsað sem hennar framtíðarvinnu. Það væri nú í uppnámi. Konan sagði að henni fyndist lífiF sínu hafa verið rústað, og að hún geti ekki seð hvað hún geti gert í framtíðinni. Fram kemur í dómnum að konan glími við verulega og varanlega örorku eftir slysið. Vissi ekki hvað hann væri að gera Geðlæknir sem vann matsgerð fyrir dóminn gaf líka skýrslu. Hann sagði manninn eiga mjög flókna sögu, sem varðaði bæði fíkniefnanotkun og geðræna örðugleika. Það var ljóst að mati læknisins að maðurinn hefði ekki haft neina stjórn á skapi sínu þegar slysið varð, og að það mætti segja að hann hafi ekkert vitað hvað hann væri að gera. Þó hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þá hafi hann fullt innsæi í þær í dag, og nú átti hann sig á því hvað sé rétt og rangt. Með vísan til mats geðlæknisins komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sýkna manninn af kröfu ákæruvaldsins um refsingu í málinu vegna ósakhæfis. Þrátt fyrir ósakhæfið komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að það leysti hann ekki undan ábyrgð á tjóninu sem hann olli konunni. Því ætti hann að greiða henni miskabætur, þrjár milljónir króna. Dómsmál Borgarbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Áreksturinn sem málið varðar átti sér stað þegar maðurinn ók um Snæfellsnesveg til suðurs við Brúarland í Borgarbyggð árið 2022. Manninum var gefið að sök að aka bílnum undir áhrifum kannabisefna og slævandi lyfja án nægilegrar aðgæslu og varúðar þannig að hann fór yfir á rangan vegarhelming þannig að bíll mannsins hafnaði á öðrum bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Líkt og áður segir slasaðist konan, sem var ökumaður hins bílsins, alvarlega, en í ákæru segir að hún hafi hlotið „mörg brot ávinstri fótlegg, mörg brot á vinstri lærlegg, brot sem ná til margra svæða á vinstri ganglim, úlnliðsbrot vinstra megin, marga yfirborðsáverka á vinstri mjöðm og læri, tognun á lendhrygg og mjaðmagrind, mar á vinstri fæti og lungnablóðrek.“ Jafnframt hlaut farþegi bíls hennar, önnur kona, einhverja áverka. Þvingaði næstum því annan af veginum skömmu áður Aðstæðunum er lýst þannig í dómnum að þegar lögregla hafi komið á vettvang rúmum tíu mínútum eftir að slysið varð hafi báðir bílarnir verið utan vegar. Báðir ökumennirnir voru fastir í bílum sínum og annar þeirra, maðurinn sem var ákærður, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Í bíl hans fundust ómerktir pakkar með lyfskyldum slævandi lyfjum. Þá bárust lögreglu upplýsingar um að fyrr sama dag hefði bíl mannsins verið ekið með óstöðgum hætti og hann farið yfir rangan vegarhelming. Og skömmu fyrir áreksturinn hefði hann næstum því þvingað annan ökumann af veginum. Neitaði sök vegna ósakhæfis Maðurinn gekkst við atvikalýsingu ákærunnar að öllu leyti, en neitaði sök á grundvelli ósakhæfis. Hann sagðist sjá eftir atburðunum og finnast leiðinlegt að konan hefði hlotið alvarleg meiðsli. Hann var einnig ákærður fyrir önnur minniháttar umferðar- og fíkniefnalagabrot, en hann játaði sök í þeim. Slysið hafi rústað lífi hennar Konan sem slasaðist alvarlega gaf líka skýrslu fyrir dómi. Hún sagðist hafa verið að keyra heim á leið frá Reykjavík ásamt hinni konunni sem var í farþegasætinu. Allt í einu hafi hún séð bíl koma á móti sér sem var á hennar vegarhelmingi, og farþeginn sagt: „Hann er að koma á okkur.“ Konan sagði að sér hefði dauðbrugðið og þetta gerst mjög hratt. Hún hefði reynt að fara eins mikið út í kant og hún mögulega gat, en vegkanturinn verið svo hár að hún komst ekki útaf. Síðan hafi bíllinn skollið á henni og áreksturinn orðið. Svo hafi hún opnað augun og séð að allt væri út um allt og hún ekki vitað hvað væri að gerast. Hún sagðist hafa verið mjög verkjuð og virkilega hrædd því hún vissi ekki hversu mikið slösuð hún væri. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kom að konan hafi verið í fullri vinnu, og nýlega lokið við ótilgreinda BS-gráðu. Svo virðist sem námið hafi varðað það sem hún hafði hugsað sem hennar framtíðarvinnu. Það væri nú í uppnámi. Konan sagði að henni fyndist lífiF sínu hafa verið rústað, og að hún geti ekki seð hvað hún geti gert í framtíðinni. Fram kemur í dómnum að konan glími við verulega og varanlega örorku eftir slysið. Vissi ekki hvað hann væri að gera Geðlæknir sem vann matsgerð fyrir dóminn gaf líka skýrslu. Hann sagði manninn eiga mjög flókna sögu, sem varðaði bæði fíkniefnanotkun og geðræna örðugleika. Það var ljóst að mati læknisins að maðurinn hefði ekki haft neina stjórn á skapi sínu þegar slysið varð, og að það mætti segja að hann hafi ekkert vitað hvað hann væri að gera. Þó hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þá hafi hann fullt innsæi í þær í dag, og nú átti hann sig á því hvað sé rétt og rangt. Með vísan til mats geðlæknisins komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sýkna manninn af kröfu ákæruvaldsins um refsingu í málinu vegna ósakhæfis. Þrátt fyrir ósakhæfið komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að það leysti hann ekki undan ábyrgð á tjóninu sem hann olli konunni. Því ætti hann að greiða henni miskabætur, þrjár milljónir króna.
Dómsmál Borgarbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira