Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 31. janúar 2025 15:03 Nýleg ummæli Ingu Sæland, ráðherra félags- og húsnæðismála, vegna fréttaflutnings um styrki til stjórnmálaflokka og símtals við skólastjóra Borgarholtsskóla, er einungis nýjasta dæmið um skaðlega, ómálefnalega gagnrýni valdamanna á blaðamenn. Aðeins mánuður er síðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði lítið úr blaðamanni í Kryddsíldinni og kallaði umfjöllun um landsfund „blaðamannablaður.” Þá er stutt síðan þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði blaðamenn um siðlausar árásir á fjölskyldu sína eftir afhjúpun tengda störfum hans. Viðbrögð þessa valdafólks við eðlilegum og nauðsynlegum spurningum blaðamanna eru fullt tilefni er til þess að vekja athygli almennings á mikilvægi fjölmiðla og blaðamanna í lýðræðissamfélagi og hlutverki þeirra. Frjálsir fjölmiðlar og öflug og vönduð blaðamennska, þar sem tjáningarfrelsið er í fyrirrúmi, eru forsenda lýðræðis. Blaðamenn vinna í þágu almennings sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Blaðamenn standa vörð um þennan rétt almennings til upplýsinga svo veita megi nauðsynlegt aðhald í lýðræðisþjóðfélagi. Valdhafarnir sjálfir eru mesta ógnin Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra. Það gera þeir til að mynda með því að tala niður til blaðamanna og gera lítið úr þeim, saka þá um að annarlegar hvatir búi að baki spurningum þeirra, snúa út úr orðum þeirra eða einfaldlega neita að svara. Þeir ráðast á fjölmiðla sem spyrja erfiðra spurninga, uppnefna þá jafnvel eða ýta undir vantraust með ásökunum um skort á hlutlægni eða heiðarleika. Blaðamennska á að vera óþægileg Það er leitt að sjá íslenska stjórnmálamenn snúast gegn fjölmiðlum og blaðamönnum sem eru að veita valdhöfum aðhald með því að veita almenningi mikilvægar upplýsingar um störf þeirra, ákvarðanir eða háttsemi. Blaðamennska getur verið — og á að vera — óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum. Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Þetta skilja stjórnmálamenn í þeim löndum sem raða sér efst á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra um fjölmiðlafrelsi en fyrir hálfum öðrum áratug var Ísland meðal þeirra. Ísland hefur hins vegar hrapað jafnt og þétt niður þennan lista. Ein ástæðan sem er nefnd er að að sjálfstæði íslenskra fjölmiðla stafi ógn af viðhorfi stjórnmálamanna til fjölmiðla og ummælum þeirra. Freistnivandi valdhafa Það liggur í eðli valdsins að verjast. Handhafar þess geta freistast til að takmarka frelsi fjölmiðla til að fjalla um þá með gagnrýnum hætti. Þessi freistnivandi hefur valdið afturför í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi, þar sem valdbeiting gegn blaðamönnum, ásamt veikburða og einsleitu fjölmiðlaumhverfi, hefur veikt undirstöður lýðræðisins enn frekar. Það var ekki af einskærri góðmennsku valdamanna að samskipti þeirra og blaðamanna voru heilbrigðari hér fyrr á árum. Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings. Gjörbreytt fjölmiðlaumhverfi og breyttar miðlunarleiðir með tilkomu samfélagsmiðla hafa myndað gjá milli valdafólks og fjölmiðla og þar með milli valdafólks og almennings. Stjórnmálamenn nota nú samfélagsmiðla í æ meira mæli til þess að koma upplýsingum á framfæri við almenning án þess að þurfa að svara fyrir þær. Með því velja slíka einstefnuleið upplýsingamiðlunar eru valdamenn að brjóta á rétti almennings til upplýsinga. Með einstefnutilkynningum eru þeir að neita að gefa blaðamönnum og þar með almenningi kost á því að spyrja nauðsynlegra og mögulega óþægilegra spurninga. Með því geta stjórnmálamenn stýrt því hvaða upplýsingar fara leynt og hverjar ekki. Blaðamennska í þágu almennings Eina leiðin til að sporna gegn þessari óheillaþróun er að almenningur fylki sér að baki blaðamönnum og styðji við fréttamiðla sem veita aðhald, sem spyrja erfiðu spurninganna og láta ekki undan hótunum eða valdbeitingu. Það þarf að minna valdamenn á í umboði hvers þeir starfa. Oft virðast þeir gleyma því að þeir starfa í þágu sama hóps og blaðamenn: almennings. Og blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Blaðamannafélagið hefur boðað til samtals um stöðuna þriðjudaginn 4. febrúar í húsakynnum félagsins, Síðumúla 23, og er fundurinn opinn öllum félagsmönnum. Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, og Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verða með stuttar framsögur og í kjölfarið verður opnað fyrir umræður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigríður Dögg Auðunsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg ummæli Ingu Sæland, ráðherra félags- og húsnæðismála, vegna fréttaflutnings um styrki til stjórnmálaflokka og símtals við skólastjóra Borgarholtsskóla, er einungis nýjasta dæmið um skaðlega, ómálefnalega gagnrýni valdamanna á blaðamenn. Aðeins mánuður er síðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði lítið úr blaðamanni í Kryddsíldinni og kallaði umfjöllun um landsfund „blaðamannablaður.” Þá er stutt síðan þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði blaðamenn um siðlausar árásir á fjölskyldu sína eftir afhjúpun tengda störfum hans. Viðbrögð þessa valdafólks við eðlilegum og nauðsynlegum spurningum blaðamanna eru fullt tilefni er til þess að vekja athygli almennings á mikilvægi fjölmiðla og blaðamanna í lýðræðissamfélagi og hlutverki þeirra. Frjálsir fjölmiðlar og öflug og vönduð blaðamennska, þar sem tjáningarfrelsið er í fyrirrúmi, eru forsenda lýðræðis. Blaðamenn vinna í þágu almennings sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Blaðamenn standa vörð um þennan rétt almennings til upplýsinga svo veita megi nauðsynlegt aðhald í lýðræðisþjóðfélagi. Valdhafarnir sjálfir eru mesta ógnin Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra. Það gera þeir til að mynda með því að tala niður til blaðamanna og gera lítið úr þeim, saka þá um að annarlegar hvatir búi að baki spurningum þeirra, snúa út úr orðum þeirra eða einfaldlega neita að svara. Þeir ráðast á fjölmiðla sem spyrja erfiðra spurninga, uppnefna þá jafnvel eða ýta undir vantraust með ásökunum um skort á hlutlægni eða heiðarleika. Blaðamennska á að vera óþægileg Það er leitt að sjá íslenska stjórnmálamenn snúast gegn fjölmiðlum og blaðamönnum sem eru að veita valdhöfum aðhald með því að veita almenningi mikilvægar upplýsingar um störf þeirra, ákvarðanir eða háttsemi. Blaðamennska getur verið — og á að vera — óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum. Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Þetta skilja stjórnmálamenn í þeim löndum sem raða sér efst á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra um fjölmiðlafrelsi en fyrir hálfum öðrum áratug var Ísland meðal þeirra. Ísland hefur hins vegar hrapað jafnt og þétt niður þennan lista. Ein ástæðan sem er nefnd er að að sjálfstæði íslenskra fjölmiðla stafi ógn af viðhorfi stjórnmálamanna til fjölmiðla og ummælum þeirra. Freistnivandi valdhafa Það liggur í eðli valdsins að verjast. Handhafar þess geta freistast til að takmarka frelsi fjölmiðla til að fjalla um þá með gagnrýnum hætti. Þessi freistnivandi hefur valdið afturför í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi, þar sem valdbeiting gegn blaðamönnum, ásamt veikburða og einsleitu fjölmiðlaumhverfi, hefur veikt undirstöður lýðræðisins enn frekar. Það var ekki af einskærri góðmennsku valdamanna að samskipti þeirra og blaðamanna voru heilbrigðari hér fyrr á árum. Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings. Gjörbreytt fjölmiðlaumhverfi og breyttar miðlunarleiðir með tilkomu samfélagsmiðla hafa myndað gjá milli valdafólks og fjölmiðla og þar með milli valdafólks og almennings. Stjórnmálamenn nota nú samfélagsmiðla í æ meira mæli til þess að koma upplýsingum á framfæri við almenning án þess að þurfa að svara fyrir þær. Með því velja slíka einstefnuleið upplýsingamiðlunar eru valdamenn að brjóta á rétti almennings til upplýsinga. Með einstefnutilkynningum eru þeir að neita að gefa blaðamönnum og þar með almenningi kost á því að spyrja nauðsynlegra og mögulega óþægilegra spurninga. Með því geta stjórnmálamenn stýrt því hvaða upplýsingar fara leynt og hverjar ekki. Blaðamennska í þágu almennings Eina leiðin til að sporna gegn þessari óheillaþróun er að almenningur fylki sér að baki blaðamönnum og styðji við fréttamiðla sem veita aðhald, sem spyrja erfiðu spurninganna og láta ekki undan hótunum eða valdbeitingu. Það þarf að minna valdamenn á í umboði hvers þeir starfa. Oft virðast þeir gleyma því að þeir starfa í þágu sama hóps og blaðamenn: almennings. Og blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Blaðamannafélagið hefur boðað til samtals um stöðuna þriðjudaginn 4. febrúar í húsakynnum félagsins, Síðumúla 23, og er fundurinn opinn öllum félagsmönnum. Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, og Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verða með stuttar framsögur og í kjölfarið verður opnað fyrir umræður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun