„Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 21:00 Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun