Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 08:03 Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar