460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar 5. febrúar 2025 13:46 Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skipaflutningar Neytendur Eimskip Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun