Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 07:01 Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun