Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 12:31 Björgvin Páll Gústavsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir Brynjar Karl Sigurðsson sem sætt hefur harðri gagnrýni. Samsett/Vísir Evrópubikarmeistarinn Björgvin Páll Gústavsson og Íslandsmeistarinn Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson eftir ásakanir í hans garð um ofbeldisfulla hegðun í þjálfun. Brynjar Karl hefur verið áberandi í íslenskri íþróttaumræðu í gegnum tíðina og ekki síst undanfarna daga, eftir viðtal við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar lýsti hann sér og liði sínu Aþenu sem „fokking aumingjum“, og það virðist hafa kallað á hörð viðbrögð. Bjarney Láru Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, sakaði Brynjar um að beita leikmenn sína ofbeldi og framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi frá sér ályktun þar sem sagði meðal annars: „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu.“ Brynjar Karl hefur síðan sakað ÍSÍ um níð í garð Aþenu og leikmenn Aþenu hafa einnig sent frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi af hálfu Brynjars Karls. Telja leikmennirnir óásættanlegt að einstaklingar sem tjái sig opinberlega um málið, og nefna sérstaklega Bjarneyju, skuli gera það án þess að hafa beint samband við leikmenn í stað þess að gera þeim upp tilfinningar. Hjálpaði Höskuldi frá dimmum og erfiðum stað Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, þekkir vel til Brynjars Karls og þakkar honum fyrir að hafa hjálpað sér úr „dimmum og erfiðum stað“. Höskuldur skrifar á Facebook: „Nú langar mig að taka upp hanskann fyrir manni sem ég hef þekkt persónulega í að verða níu ár. Árið 2016 leitaði ég til Brynjars þegar ég var á dimmum og erfiðum stað í mínu lífi. Til þess að gera langa sögu stutta, þá hjálpaði Brynjar mér ekki bara að „rétta úr kútnum”, heldur að hrinda af stað þroska- og ábyrgðarvegferð hjá sjálfum mér, sem hefur verið einhver dýrmætasta gjöf sem mér hefur verið gefin. Síðan þá hef ég fylgst áhugasamur með Brynjari í þjálfun sinni í kvennaboltanum; torsótt vegferð hans um að gefa stelpum tækifæri á að auka virði sitt í boltagreininni. Ég hef mætt á þó nokkrar æfingar og fylgst með stelpunum sem hann þjálfar, allt niður í yngstu flokka. Í fúlustu alvöru hef ég mætt að sjá æfingar hjá þeim til þess að fá innblástur fyrir sjálfan mig, þ.e til þess að fá beint í æð góða áminningu um hvernig flott viðhorf og ákveðið gildismat lítur út hjá iðkendunum. Og nei, hér er ekki verið að tala um einhverja teinrétta hermenn sem raða sér upp í línu, eða rússnesk vélmenni sem hafa ekki tilfinningar lengur vegna afreksmiðaðrar þjálfunar…hér er ég einfaldlega að tala um karaktera sem geisla af einlægu sjálfstrausti, risastórum hjörtum og einstaklega hrífandi skapgerð: Valdelfdir einstaklingar myndi vera hægt að kalla þetta.“ Þá ráðleggur Höskuldur fólki að minnka þann tíma sem varið er í „lágkúrulega samfélagsumræðu fésbókarinnar“ og nýta tímann frekar í raunheimum. „Ekki líklegur til að þola margt af því sem sportið eða lífið mun henda í hann“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, bendir á að fullorðið íþróttafólk þurfi að geta þolað margt og verra en að vera kallað aumingi. Björgvin birtir jafnframt skjáskot af niðrandi ummælum og mynd frá því á nýafstöðnu heimsmeistaramóti, og segist nota slík skilaboð sem bensín og til þess að reyna á það hve breitt bak hann hafi. Færsla Björgvins byrjar á tilvitnun, að því er virðist í Brynjar Karl, þar sem segir: „Það er enginn aumingi... þú bara hagar þér eins og aumingi... svo er æfingin líka bara í því að fólk mun kalla þig allskonar.“ Björgvin skrifar svo einnig: „Eitt af því besta við íþróttir er að þær gefa okkur tækifæri til að takast á við allskonar. Sá fullorðni íþróttamaður sem höndlar ekki að láta kalla sig eða sitt lið aumingja er ekki líklegur að þola margt af því sem sportið eða lífið mun henda í hann. Innan veggja íþróttanna gilda (í mínum hugarheimi allavega) önnur lögmál en utan vallar. Ég myndi aldrei tala við börnin mín eins liðsfélaga mína, èg öskra ekki á vinnufélaga mína líkt og strákana í klefanum og líkamstjáning mín innan vallar væri fáránleg á öðrum vettvangi. Allt er þetta ástríða og væntumþykja, bæði á leiknum og á liðsfélögum mínum. Íþróttir eru besti staður í heimi til þess að þroskast og takast á við allskonar,“ skrifar Björgvin og bendir svo á sem dæmi skjáskot af fyrrnefndum leiðindaskilaboðum sem tengdust honum á HM. Svo gaf Brynjar Karl frá sér myndband í gær þar sem hann ber saman sinn þjálfunarstíl og þjálfara í karlaboltanum. Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Brynjar Karl hefur verið áberandi í íslenskri íþróttaumræðu í gegnum tíðina og ekki síst undanfarna daga, eftir viðtal við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar lýsti hann sér og liði sínu Aþenu sem „fokking aumingjum“, og það virðist hafa kallað á hörð viðbrögð. Bjarney Láru Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, sakaði Brynjar um að beita leikmenn sína ofbeldi og framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi frá sér ályktun þar sem sagði meðal annars: „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu.“ Brynjar Karl hefur síðan sakað ÍSÍ um níð í garð Aþenu og leikmenn Aþenu hafa einnig sent frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi af hálfu Brynjars Karls. Telja leikmennirnir óásættanlegt að einstaklingar sem tjái sig opinberlega um málið, og nefna sérstaklega Bjarneyju, skuli gera það án þess að hafa beint samband við leikmenn í stað þess að gera þeim upp tilfinningar. Hjálpaði Höskuldi frá dimmum og erfiðum stað Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, þekkir vel til Brynjars Karls og þakkar honum fyrir að hafa hjálpað sér úr „dimmum og erfiðum stað“. Höskuldur skrifar á Facebook: „Nú langar mig að taka upp hanskann fyrir manni sem ég hef þekkt persónulega í að verða níu ár. Árið 2016 leitaði ég til Brynjars þegar ég var á dimmum og erfiðum stað í mínu lífi. Til þess að gera langa sögu stutta, þá hjálpaði Brynjar mér ekki bara að „rétta úr kútnum”, heldur að hrinda af stað þroska- og ábyrgðarvegferð hjá sjálfum mér, sem hefur verið einhver dýrmætasta gjöf sem mér hefur verið gefin. Síðan þá hef ég fylgst áhugasamur með Brynjari í þjálfun sinni í kvennaboltanum; torsótt vegferð hans um að gefa stelpum tækifæri á að auka virði sitt í boltagreininni. Ég hef mætt á þó nokkrar æfingar og fylgst með stelpunum sem hann þjálfar, allt niður í yngstu flokka. Í fúlustu alvöru hef ég mætt að sjá æfingar hjá þeim til þess að fá innblástur fyrir sjálfan mig, þ.e til þess að fá beint í æð góða áminningu um hvernig flott viðhorf og ákveðið gildismat lítur út hjá iðkendunum. Og nei, hér er ekki verið að tala um einhverja teinrétta hermenn sem raða sér upp í línu, eða rússnesk vélmenni sem hafa ekki tilfinningar lengur vegna afreksmiðaðrar þjálfunar…hér er ég einfaldlega að tala um karaktera sem geisla af einlægu sjálfstrausti, risastórum hjörtum og einstaklega hrífandi skapgerð: Valdelfdir einstaklingar myndi vera hægt að kalla þetta.“ Þá ráðleggur Höskuldur fólki að minnka þann tíma sem varið er í „lágkúrulega samfélagsumræðu fésbókarinnar“ og nýta tímann frekar í raunheimum. „Ekki líklegur til að þola margt af því sem sportið eða lífið mun henda í hann“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, bendir á að fullorðið íþróttafólk þurfi að geta þolað margt og verra en að vera kallað aumingi. Björgvin birtir jafnframt skjáskot af niðrandi ummælum og mynd frá því á nýafstöðnu heimsmeistaramóti, og segist nota slík skilaboð sem bensín og til þess að reyna á það hve breitt bak hann hafi. Færsla Björgvins byrjar á tilvitnun, að því er virðist í Brynjar Karl, þar sem segir: „Það er enginn aumingi... þú bara hagar þér eins og aumingi... svo er æfingin líka bara í því að fólk mun kalla þig allskonar.“ Björgvin skrifar svo einnig: „Eitt af því besta við íþróttir er að þær gefa okkur tækifæri til að takast á við allskonar. Sá fullorðni íþróttamaður sem höndlar ekki að láta kalla sig eða sitt lið aumingja er ekki líklegur að þola margt af því sem sportið eða lífið mun henda í hann. Innan veggja íþróttanna gilda (í mínum hugarheimi allavega) önnur lögmál en utan vallar. Ég myndi aldrei tala við börnin mín eins liðsfélaga mína, èg öskra ekki á vinnufélaga mína líkt og strákana í klefanum og líkamstjáning mín innan vallar væri fáránleg á öðrum vettvangi. Allt er þetta ástríða og væntumþykja, bæði á leiknum og á liðsfélögum mínum. Íþróttir eru besti staður í heimi til þess að þroskast og takast á við allskonar,“ skrifar Björgvin og bendir svo á sem dæmi skjáskot af fyrrnefndum leiðindaskilaboðum sem tengdust honum á HM. Svo gaf Brynjar Karl frá sér myndband í gær þar sem hann ber saman sinn þjálfunarstíl og þjálfara í karlaboltanum.
Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira