Kjartan: Við erum að vaða á liðin Árni Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2025 21:22 Kjartan Atli Kjartansson gat leyft sér að fagna í kvöld. Vísir / Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“ UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira