Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 09:30 Erum við í alvörunni á þeim stað á Íslandi árið 2025 að tré í Öskjuhlíðinni fá að storka örlögum upp á líf og dauða hjá bráðveikum einstaklingum af landsbyggðinni? Nú er búið að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein flugbraut í notkun. Þessi tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA stendur þar til 5.maí en verður framlengd ef Reykjavíkurborg hefur ekki brugðist við á þeim tíma, til þessa að tryggja flugöryggi. Samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi segir að takmörkun á umferð um Reykjavíkurflugvöll geta dregið úr lífslíkum þeirra sem flutt eru með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Árlega eru um 1000 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi í flugvélum og um 650 af þeim eru fluttir til Reykjavíkur. Í tæplega helmingi tilfella er um að ræða sjúklinga sem þurfa nauðsynlega að komast í bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka, svo eitthvað sé nefnt. Árlega greinast um 50 einstaklingar búsettir á Austurlandi með krabbamein. Megnið af þeim sækir sína meðferð til Reykjavíkur og þurfa að treysta á flugsamgöngur. Ítrekað er talað um jöfnuð m.a. varðandi aðgengi að læknisþjónustu en þarna er svo sannarlega skerðing sem getur verið upp á líf og dauða! Fólk stoppar stutt á sjúkrahúsi vegna meðferða og fer því heim fljótt, en það er fátt betra en að geta verið heima við á milli meðferða ef heilsan leyfir En það er samt háð því að geta treyst á flugsamgöngur ef eitthvað kemur upp á. Við treystum og skorum á stjórnvöld að grípa hér inn í og flýta fyrir þessari framkvæmd í Öskjuhlíðinni og að allir forgangsraði rétt þar sem mannslíf eru dýrmætari en tré! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Austfjarða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Erum við í alvörunni á þeim stað á Íslandi árið 2025 að tré í Öskjuhlíðinni fá að storka örlögum upp á líf og dauða hjá bráðveikum einstaklingum af landsbyggðinni? Nú er búið að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein flugbraut í notkun. Þessi tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA stendur þar til 5.maí en verður framlengd ef Reykjavíkurborg hefur ekki brugðist við á þeim tíma, til þessa að tryggja flugöryggi. Samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi segir að takmörkun á umferð um Reykjavíkurflugvöll geta dregið úr lífslíkum þeirra sem flutt eru með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Árlega eru um 1000 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi í flugvélum og um 650 af þeim eru fluttir til Reykjavíkur. Í tæplega helmingi tilfella er um að ræða sjúklinga sem þurfa nauðsynlega að komast í bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka, svo eitthvað sé nefnt. Árlega greinast um 50 einstaklingar búsettir á Austurlandi með krabbamein. Megnið af þeim sækir sína meðferð til Reykjavíkur og þurfa að treysta á flugsamgöngur. Ítrekað er talað um jöfnuð m.a. varðandi aðgengi að læknisþjónustu en þarna er svo sannarlega skerðing sem getur verið upp á líf og dauða! Fólk stoppar stutt á sjúkrahúsi vegna meðferða og fer því heim fljótt, en það er fátt betra en að geta verið heima við á milli meðferða ef heilsan leyfir En það er samt háð því að geta treyst á flugsamgöngur ef eitthvað kemur upp á. Við treystum og skorum á stjórnvöld að grípa hér inn í og flýta fyrir þessari framkvæmd í Öskjuhlíðinni og að allir forgangsraði rétt þar sem mannslíf eru dýrmætari en tré! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Austfjarða
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar