Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar 10. febrúar 2025 07:33 Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. Leikskólarnir fjórir voru þeir einu sem völdust í fyrstu hrinu verkfallsins, en hún stóð í fimm vikur. Þegar verkföllin hófust aftur nú í byrjun febrúar bættist sjötta vikan við hjá börnunum í þessum leikskólum og sú sjöunda hefði verið að byrja ef Félagsdómur hefði fallist á þessa sérstöku kröfu Kennarasambandsins. Kennarasambandið mátti vita að annað hvort yrðu öll verkföllin dæmd lögmæt eða ólögmæt. Þessi tilraun til að undanskilja verkföllin í leikskólunum fjórum er því ekkert annað en hefnaraðgerð gegn foreldrunum sem fóru í mál við Kennarasambandið og Félag leikskólakennara þar sem þau töldu verkföllin ólögleg. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi að Félagsdómur ætti frekar að skera úr um lögmætið. Sem hann hefur nú gert, verkföllin eru ólögmæt. Foreldrarnir höfðu því rétt fyrir sér. Forsvarsmenn kennara fóru í mikla fýlu út af þessari málssókn og átöldu foreldra fyrir að vera að skipta sér af kjarabaráttu þeirra. Með því að reyna að undanskilja leikskóla barna þessara foreldra í ákvörðun Félagsdóms afhjúpar kennaraforystan smásálarlegan hefndarhug sem henni er ekki sæmandi. Ef Kennarasambandinu hefði orðið að ósk sinni um að halda áfram verkföllum í leikskólunum fjórum, þá væri staðan sú að þeir væru einir í verkföllum, ásamt leikskólanum í Snæfellsbæ. Þá væru 3% leikskólabarna að byrja sjöundu viku verkfalla í þeim tilgangi að knýja á um kjarabætur fyrir alla leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara landsins. Hvernig getur forystufólk kennara horft í augun á foreldrum og viðsemjendum sínum og haldið því fram að eitthvað geti réttlætt þessa lítilmótlegu en þó misheppnuðu tilraun til að refsa foreldrunum fyrir að standa með börnum sínum? Höfundur er afi leikskólabarns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. Leikskólarnir fjórir voru þeir einu sem völdust í fyrstu hrinu verkfallsins, en hún stóð í fimm vikur. Þegar verkföllin hófust aftur nú í byrjun febrúar bættist sjötta vikan við hjá börnunum í þessum leikskólum og sú sjöunda hefði verið að byrja ef Félagsdómur hefði fallist á þessa sérstöku kröfu Kennarasambandsins. Kennarasambandið mátti vita að annað hvort yrðu öll verkföllin dæmd lögmæt eða ólögmæt. Þessi tilraun til að undanskilja verkföllin í leikskólunum fjórum er því ekkert annað en hefnaraðgerð gegn foreldrunum sem fóru í mál við Kennarasambandið og Félag leikskólakennara þar sem þau töldu verkföllin ólögleg. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi að Félagsdómur ætti frekar að skera úr um lögmætið. Sem hann hefur nú gert, verkföllin eru ólögmæt. Foreldrarnir höfðu því rétt fyrir sér. Forsvarsmenn kennara fóru í mikla fýlu út af þessari málssókn og átöldu foreldra fyrir að vera að skipta sér af kjarabaráttu þeirra. Með því að reyna að undanskilja leikskóla barna þessara foreldra í ákvörðun Félagsdóms afhjúpar kennaraforystan smásálarlegan hefndarhug sem henni er ekki sæmandi. Ef Kennarasambandinu hefði orðið að ósk sinni um að halda áfram verkföllum í leikskólunum fjórum, þá væri staðan sú að þeir væru einir í verkföllum, ásamt leikskólanum í Snæfellsbæ. Þá væru 3% leikskólabarna að byrja sjöundu viku verkfalla í þeim tilgangi að knýja á um kjarabætur fyrir alla leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara landsins. Hvernig getur forystufólk kennara horft í augun á foreldrum og viðsemjendum sínum og haldið því fram að eitthvað geti réttlætt þessa lítilmótlegu en þó misheppnuðu tilraun til að refsa foreldrunum fyrir að standa með börnum sínum? Höfundur er afi leikskólabarns
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar