Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 08:01 Sölvi Geir mun stýra Víkingum í stórleik kvöldsins. Vísir/Arnar Sölva Geir Ottesen er hent út í djúpu laugina í sínu fyrsta verkefni sem þjálfari Víkings. Liðið mætir Panathinaikos frá Grikklandi í sögulegum leik í umspili Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ekkert íslenskt lið hefur komist eins langt í Evrópukeppni og Víkingar. Um er að ræða fyrsta alvöru leik Sölva sem þjálfara Víkings en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni í vetur þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Þetta er stórt verkefni. Ég hef bara litið á þetta jákvætt, ég fæ risaverkefni í mínu fyrsta djobbi og mér finnst þetta lyfta mér hraðar á hærra stig. Mér er hent út í djúpu laugina, án kúta, og hef þurft að læra að synda mjög fljótt,“ segir Sölvi. „Það er oft besta leiðin að sleppa hjálpardekkjunum að henda sér af stað. Ég lít bara á þetta sem jákvætt og spennandi. Þetta mun bara ýta mér ennþá hærra til að vera klár,“ bætir hann við. Vonast eftir slyddu á „heimavellinum“ Panathinaikos frá Grikklandi er andstæðingur morgundagsins og telst leikurinn sem heimaleikur Víkings en fer þó fram í Helsinki í Finnlandi vegna þess að enginn völlur hérlendis uppfyllir skilyrði til að halda leikinn. Sölvi segir það ekki trufla menn. „Ég hef eiginlega ekki hugsað út í það. Það var vitað fljótlega að við myndum spila heimaleikinn úti og fókusinn hefur verið á Panathinaikos og okkur og hvað við ætlum að gera. Við spáum bara í hluti sem við getum stjórnað og allt annað gengur sinn gang. Við erum bara einbeittir á þetta verkefni og lítum á þetta sem heimavöll okkar núna,“ „Þetta er mjög svipað, þetta er gervigras og þetta er á svipuðum slóðum á heimskringlunni, norðarlega með kulda. Vonandi fáum við smá slyddu í leiknum svo við fáum alvöru íslenskt veður og okkur líður enn meira eins og heima,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Ekkert íslenskt lið hefur komist eins langt í Evrópukeppni og Víkingar. Um er að ræða fyrsta alvöru leik Sölva sem þjálfara Víkings en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni í vetur þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Þetta er stórt verkefni. Ég hef bara litið á þetta jákvætt, ég fæ risaverkefni í mínu fyrsta djobbi og mér finnst þetta lyfta mér hraðar á hærra stig. Mér er hent út í djúpu laugina, án kúta, og hef þurft að læra að synda mjög fljótt,“ segir Sölvi. „Það er oft besta leiðin að sleppa hjálpardekkjunum að henda sér af stað. Ég lít bara á þetta sem jákvætt og spennandi. Þetta mun bara ýta mér ennþá hærra til að vera klár,“ bætir hann við. Vonast eftir slyddu á „heimavellinum“ Panathinaikos frá Grikklandi er andstæðingur morgundagsins og telst leikurinn sem heimaleikur Víkings en fer þó fram í Helsinki í Finnlandi vegna þess að enginn völlur hérlendis uppfyllir skilyrði til að halda leikinn. Sölvi segir það ekki trufla menn. „Ég hef eiginlega ekki hugsað út í það. Það var vitað fljótlega að við myndum spila heimaleikinn úti og fókusinn hefur verið á Panathinaikos og okkur og hvað við ætlum að gera. Við spáum bara í hluti sem við getum stjórnað og allt annað gengur sinn gang. Við erum bara einbeittir á þetta verkefni og lítum á þetta sem heimavöll okkar núna,“ „Þetta er mjög svipað, þetta er gervigras og þetta er á svipuðum slóðum á heimskringlunni, norðarlega með kulda. Vonandi fáum við smá slyddu í leiknum svo við fáum alvöru íslenskt veður og okkur líður enn meira eins og heima,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira