Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Þar af er viðhaldsskuld vegakerfisins áætluð 265–290 milljarðar króna. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Íslenskt innviðakerfi hefur ekki fylgt vexti hagkerfisins sem nauðsynlegt væri. Þetta er okkur Íslendingum mikilvægt því að endingu mun há innviðaskuld draga úr lífskjörum. Hægur vöxtur innviða hamlar framtíðarvexti og hefur alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Fjarskiptainnviðir eru hvergi nefndir En það er einn hængur á skýrslugerðinni. Eins mikilvægir og fjarskiptainnviðir eru framtíð þjóðarinnar eru þeir hvergi nefndir, þrátt fyrir að hið opinbera reki mikilvæga fjarskiptainnviði og kemur með beinum hætti að uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Ég vil því vekja máls á mikilvægi fjarskiptainnviða fyrir samfélagið og framtíðarvöxt: Þeir þjóna þýðingarmiklu hlutverki fyrir virkni annarra innviða í landinu. Þeir leysa upp fjarlægðir, skapa tengdan heim upplýsinga á hraðan og skilvirkan hátt. Þeir eru mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Öflugra samskiptanet eykur framleiðni, skapar störf og ýtir undir nýsköpun. Þeir eru stjálbýlu landi mikilvægir vegna fjarvinnu og fjarnáms. Öflugir innviðir fjarskipta gerir fyrirtækjum og menntastofnunum kleift að starfa óháð staðsetningu. Þeir eru burðarás stafrænna umbreytinga, með framtíðartækni á borð við gervigreind, tölvuský og því sem kallað er internet hlutanna (IOT), það er net allra þeirra hluta sem tengjast og skiptast á gögnum og hafa áhrif á daglegt líf. Aðgangur að áreiðanlegri fjarskiptaþjónustu eykur lífsgæði og aðgangi að upplýsingum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Samandregið eru öflugi fjarskiptainnviðir ekki einungis símkerfi heldur skapa þeir og tengja vistkerfi sem styður nútímalíf og knýr framtíðarvöxt. Sameiginleg verkefni okkar allra Áframhaldandi uppbygging öflugra fjarskiptainnviða er á okkar ábyrgð. Öflug fjarskiptafyrirtæki á einkamarkaði hafa í samvinnu við ríkivaldið knúið þessa uppbyggingu og fjárfestingar. Ríkisvaldið hefur rekið öryggisfjarskipti fyrir sjó og land, orkufjarskipti og öflug flugfjarskipti. Og einkafyrirtækin hafa í mikilli samkeppni keppt um að byggja um framtíðarland á sviði fjarskipta. Ég fullyrði að það starfsfólk sem vinnur að íslenskum fjarskiptum stenst samanburð við þá sem fremst standa í heiminum. Tækniþekking er mikil sem og reynsla af uppbyggingu í harðbýlu landi. Fjarskiptainnviðir í góðum höndum Það fyrirtæki sem ég fer fyrir, Míla, er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Við viljum Ísland allt ljóstengt. Síðustu tvö árin höfum við fjárfest fyrir rúma 10 milljarða á landsbyggðinni. Við erum að leggja margþráða ljósleiðarastrengi langan veg um allt land til að tryggja varaleiðir fjarskipta sem auka öryggi stafrænna innviða Íslands. Og þétting farsímakerfis í strjálli byggðum í samstarfi við ríkisvaldið mun styrka viðnámsþrótt landsins alls. Míla er að auka nethraða heimila og atvinnulífs með svokölluðum 10x uppfærslum sem margfaldar upplifun og stórbætir netaðgang. Framtíðin kallar eftir auknum hraða netkerfa. Við þurfum að fylgjast vel með byltingarkenndum tækniframförum næstu ára og vera óhrædd við nýsköpun. Íslenskir fjarskiptainnviðir eru í góðum höndum. Þá innviðaskuld sem við sjáum í vegagerð, höfnum, vatnsveitum og flugvöllum birtast ekki þar. Hún er mun lægri í fjarskiptum. Ætla má hana u.þ.b. 12 milljarða króna til að tvítengja þau sveitarfélög sem eftir eru, ljúka við ljósleiðaravæðingu og endurnýja svokallaðan Nato-streng. Það er þó betri staða en annarra innviða. En það er engu að síður mikilvægt verkefni allra, einkaaðila sem hins opinbera að halda áfram að byggja upp fjarskiptainnviði af krafti. Að halda þar vöku sinni veit á gott fyrir Ísland. Höfundur er forstjóri Mílu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Þar af er viðhaldsskuld vegakerfisins áætluð 265–290 milljarðar króna. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Íslenskt innviðakerfi hefur ekki fylgt vexti hagkerfisins sem nauðsynlegt væri. Þetta er okkur Íslendingum mikilvægt því að endingu mun há innviðaskuld draga úr lífskjörum. Hægur vöxtur innviða hamlar framtíðarvexti og hefur alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Fjarskiptainnviðir eru hvergi nefndir En það er einn hængur á skýrslugerðinni. Eins mikilvægir og fjarskiptainnviðir eru framtíð þjóðarinnar eru þeir hvergi nefndir, þrátt fyrir að hið opinbera reki mikilvæga fjarskiptainnviði og kemur með beinum hætti að uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Ég vil því vekja máls á mikilvægi fjarskiptainnviða fyrir samfélagið og framtíðarvöxt: Þeir þjóna þýðingarmiklu hlutverki fyrir virkni annarra innviða í landinu. Þeir leysa upp fjarlægðir, skapa tengdan heim upplýsinga á hraðan og skilvirkan hátt. Þeir eru mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Öflugra samskiptanet eykur framleiðni, skapar störf og ýtir undir nýsköpun. Þeir eru stjálbýlu landi mikilvægir vegna fjarvinnu og fjarnáms. Öflugir innviðir fjarskipta gerir fyrirtækjum og menntastofnunum kleift að starfa óháð staðsetningu. Þeir eru burðarás stafrænna umbreytinga, með framtíðartækni á borð við gervigreind, tölvuský og því sem kallað er internet hlutanna (IOT), það er net allra þeirra hluta sem tengjast og skiptast á gögnum og hafa áhrif á daglegt líf. Aðgangur að áreiðanlegri fjarskiptaþjónustu eykur lífsgæði og aðgangi að upplýsingum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Samandregið eru öflugi fjarskiptainnviðir ekki einungis símkerfi heldur skapa þeir og tengja vistkerfi sem styður nútímalíf og knýr framtíðarvöxt. Sameiginleg verkefni okkar allra Áframhaldandi uppbygging öflugra fjarskiptainnviða er á okkar ábyrgð. Öflug fjarskiptafyrirtæki á einkamarkaði hafa í samvinnu við ríkivaldið knúið þessa uppbyggingu og fjárfestingar. Ríkisvaldið hefur rekið öryggisfjarskipti fyrir sjó og land, orkufjarskipti og öflug flugfjarskipti. Og einkafyrirtækin hafa í mikilli samkeppni keppt um að byggja um framtíðarland á sviði fjarskipta. Ég fullyrði að það starfsfólk sem vinnur að íslenskum fjarskiptum stenst samanburð við þá sem fremst standa í heiminum. Tækniþekking er mikil sem og reynsla af uppbyggingu í harðbýlu landi. Fjarskiptainnviðir í góðum höndum Það fyrirtæki sem ég fer fyrir, Míla, er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Við viljum Ísland allt ljóstengt. Síðustu tvö árin höfum við fjárfest fyrir rúma 10 milljarða á landsbyggðinni. Við erum að leggja margþráða ljósleiðarastrengi langan veg um allt land til að tryggja varaleiðir fjarskipta sem auka öryggi stafrænna innviða Íslands. Og þétting farsímakerfis í strjálli byggðum í samstarfi við ríkisvaldið mun styrka viðnámsþrótt landsins alls. Míla er að auka nethraða heimila og atvinnulífs með svokölluðum 10x uppfærslum sem margfaldar upplifun og stórbætir netaðgang. Framtíðin kallar eftir auknum hraða netkerfa. Við þurfum að fylgjast vel með byltingarkenndum tækniframförum næstu ára og vera óhrædd við nýsköpun. Íslenskir fjarskiptainnviðir eru í góðum höndum. Þá innviðaskuld sem við sjáum í vegagerð, höfnum, vatnsveitum og flugvöllum birtast ekki þar. Hún er mun lægri í fjarskiptum. Ætla má hana u.þ.b. 12 milljarða króna til að tvítengja þau sveitarfélög sem eftir eru, ljúka við ljósleiðaravæðingu og endurnýja svokallaðan Nato-streng. Það er þó betri staða en annarra innviða. En það er engu að síður mikilvægt verkefni allra, einkaaðila sem hins opinbera að halda áfram að byggja upp fjarskiptainnviði af krafti. Að halda þar vöku sinni veit á gott fyrir Ísland. Höfundur er forstjóri Mílu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun