Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar 13. febrúar 2025 19:03 Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi. Það var bæði gleðilegt og eilítið sorglegt að lesa nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um trjágróður og grænar lausnir í þéttbýli. Mikilvægi trjágróðurs í þéttbýli og gagnsemi hans er vel þekkt og rannsakað. Tré veita verðmæta vistkerfisþjónustu, styðja lífríkið og hafa afar jákvæð áhrif á lýðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að tré draga úr loftmengun, bæta andlega líðan, draga úr streitu og geta jafnvel tengst lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Á sama tíma er dapurlegt að sjá hve langt við Íslendingar erum á eftir frændþjóðum okkar. Þrátt fyrir að aðstæður til trjáræktar hér á landi séu ágætar, stöndum við langt að baki Færeyingum, hvað þá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef Grænlendingar eru undanskildir. Á Íslandi eru mun færri tré og aðgangur að grænum svæðum lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins 40% íslenskra bygginga uppfylla viðmiðið um að hægt sé að sjá þrjú stór tré frá þeim, á meðan hlutfallið er á bilinu 70–97% í hinum Norðurlöndunum. Laufþekjan í íslensku þéttbýli er líka hverfandi lítil: aðeins 4% íslenskra bygginga eru í hverfum þar sem laufþekjan nær 30%, samanborið við 92% í Finnlandi, 80% í Svíþjóð og 19% í Færeyjum. Að sama skapi þurfa Íslendingar að jafnaði að fara 328 metra til að komast á vandað grænt útivistarsvæði, á meðan vegalengdin er einungis 23 metrar í Finnlandi, 27 metrar í Svíþjóð og 61 metri í Danmörku. Hér er tækifæri til að gera mikilvægar úrbætur. Skýrslan setur fram fjölmargar gagnlegar tillögur. Til dæmis þarf að tryggja að trjágróður og græn svæði víki ekki fyrir þéttingu byggðar. Í nýbyggingum ætti að vera fullnægjandi laufþekja og gott aðgengi að grænum svæðum. Einnig er brýnt að varðveita og hlúa að þeim trjám sem fyrir eru í borgarlandslaginu, sérstaklega eldri trjám, enda veita þau mun meiri vistkerfisþjónustu en smærri tré. Kannski eru þó mikilvægustu tilmælin þau sem snúa að skipulagi og framtíðarsýn – að „flétta trjáræktarstefnu inn í almenna skipulags- og þróunarstefnu í þéttbýli.“ Þetta er markmið sem allt áhugafólk um skógrækt, umhverfismál, lýðheilsu og gott borgarlíf ætti að geta sameinast um. Trjáræktarstefna ætti að vera lykilþáttur í skipulagi og uppbyggingu þéttbýlissvæða – svo að daglegt umhverfi okkar snúist ekki einungis um steypu heldur einnig gróður og gleði. Það líður öllum betur í grónu umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi. Það var bæði gleðilegt og eilítið sorglegt að lesa nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um trjágróður og grænar lausnir í þéttbýli. Mikilvægi trjágróðurs í þéttbýli og gagnsemi hans er vel þekkt og rannsakað. Tré veita verðmæta vistkerfisþjónustu, styðja lífríkið og hafa afar jákvæð áhrif á lýðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að tré draga úr loftmengun, bæta andlega líðan, draga úr streitu og geta jafnvel tengst lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Á sama tíma er dapurlegt að sjá hve langt við Íslendingar erum á eftir frændþjóðum okkar. Þrátt fyrir að aðstæður til trjáræktar hér á landi séu ágætar, stöndum við langt að baki Færeyingum, hvað þá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef Grænlendingar eru undanskildir. Á Íslandi eru mun færri tré og aðgangur að grænum svæðum lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins 40% íslenskra bygginga uppfylla viðmiðið um að hægt sé að sjá þrjú stór tré frá þeim, á meðan hlutfallið er á bilinu 70–97% í hinum Norðurlöndunum. Laufþekjan í íslensku þéttbýli er líka hverfandi lítil: aðeins 4% íslenskra bygginga eru í hverfum þar sem laufþekjan nær 30%, samanborið við 92% í Finnlandi, 80% í Svíþjóð og 19% í Færeyjum. Að sama skapi þurfa Íslendingar að jafnaði að fara 328 metra til að komast á vandað grænt útivistarsvæði, á meðan vegalengdin er einungis 23 metrar í Finnlandi, 27 metrar í Svíþjóð og 61 metri í Danmörku. Hér er tækifæri til að gera mikilvægar úrbætur. Skýrslan setur fram fjölmargar gagnlegar tillögur. Til dæmis þarf að tryggja að trjágróður og græn svæði víki ekki fyrir þéttingu byggðar. Í nýbyggingum ætti að vera fullnægjandi laufþekja og gott aðgengi að grænum svæðum. Einnig er brýnt að varðveita og hlúa að þeim trjám sem fyrir eru í borgarlandslaginu, sérstaklega eldri trjám, enda veita þau mun meiri vistkerfisþjónustu en smærri tré. Kannski eru þó mikilvægustu tilmælin þau sem snúa að skipulagi og framtíðarsýn – að „flétta trjáræktarstefnu inn í almenna skipulags- og þróunarstefnu í þéttbýli.“ Þetta er markmið sem allt áhugafólk um skógrækt, umhverfismál, lýðheilsu og gott borgarlíf ætti að geta sameinast um. Trjáræktarstefna ætti að vera lykilþáttur í skipulagi og uppbyggingu þéttbýlissvæða – svo að daglegt umhverfi okkar snúist ekki einungis um steypu heldur einnig gróður og gleði. Það líður öllum betur í grónu umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun