Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. febrúar 2025 18:30 Össur Haraldsson skoraði helling úr hraðaupphlaupum gegn hægu slóvensku liði. vísir / ernir Haukar unnu öruggan átta marka sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í fyrri leik liðanna í einvígi í sextán úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla. Lokatölur á Ásvöllum 31-23. Seinni leikur fer svo fram úti í Slóveníu eftir viku. Slóvenarnir mun slakari Slóvenska liðið var slakara á flestöllum sviðum leiksins og það sást snemma í hvað stefndi, öruggan Haukasigur. Slóvenarnir spiluðu mjög hægan handbolta og heimamenn unnu sér fljótt upp afgerandi forystu sem þeir héldu allan fyrri hálfleikinn. Andri Fannar sækir á vörninavísir / ernir Sömuleiðis lentu gestirnir í vandræðum með brottvísanir, eyddu löngum tíma manni færri. Staðan var 17-11 þegar flautað var til hálfleiks og hefði hæglega getað verið stærri. Haukar fóru illa með nokkur dauðafæri og markmaður gestanna varði vel í nokkur skipti. Hart tekist ávísir / ernir Andri skoraði úr tveimur af þremur vítum sínum. vísir / ernir Áttu áhlaup í upphafi seinni hálfleiks Gestirnir veittu meiri mótspyrnu og áttu sinn besta kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þeim tókst að minnka muninn minnst niður í þrjú mörk, 22-19, og voru alveg við það að hleypa spennu í leikinn áður en Haukarnir kveiktu aftur á sér. Hergeir Grímsson skoraði þrjú mörk. Haukar hitnuðu aftur og unnu örugglega Aron Rafn hóf áhlaupið og hélt því gangandi með góðum markvörslum. Skarphéðinn Ívar sá svo mest um að negla boltanum inn hinum megin og Össur Haraldsson var stórhættulegur í hraðaupphlaupum. Á lokamínútunum fóru gestirnir að flýta sér um of og misstu boltann eða drifu sig í slök skotfæri. Sem betur fer fyrir þá hélt markmaðurinn áfram að verja vel, tók tvö dauðafæri og kom í veg fyrir að sigur Hauka yrði enn stærri. Sem hann varð þó alveg, átta marka forysta er afar fín staða fyrir seinni leikinn sem fer fram úti í Slóveníu eftir viku. Haukar fagna sigrinum í leikslokvísir / ernir Viðtöl Berast á Vísi innan skamms. „Vil ekki vera með neinar staðhæfingar, það er enn þá bara hálfleikur“ Össur faðmar liðsfélaga sína að leik loknum. vísir / ernir „Frábært, en það má ekki gleyma því að það er bara hálfleikur. Við eigum eftir að keppa við þá úti í Slóveníu en maður getur verið ánægður með átta marka forystu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Össur Haraldsson fljótlega eftir leik. Hann varð markahæstur, jafn Skarphéðni Ívari, með níu mörk í leiknum. „Bara góð frammistaða heilt yfir, fín skotnýting og stóð vörnina vel. Þetta lið hentar mér ágætlega, þeir eru seinir til baka þannig að maður fær slatta af hraðaupphlaupum. Við bara nýttum okkar styrkleika gegn þeirra veikleikum.“ Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn ágætlega áður en leikurinn hófst. „Maður gerir sér ekki grein fyrir því hversu sterk deildin er. Umfjöllun um handbolta á heimsvísu í dag er ekki jafn mikil og maður væri til í að hún væri. En ég held að þetta hafi verið nokkurn veginn það sem við bjuggumst við.“ Eftir átta marka sigur má fara að gera sér vonir um að Haukar vinni einvígið og haldi áfram í átta liða úrslit. „Maður vill ekki vera með neinar staðhæfingar, það er enn þá bara hálfleikur. Við þurfum að mæta með okkar allra, allra besta leik næsta laugardag ef við viljum öruggir um að halda þessari veislu áfram,“ sagði Össur að lokum. EHF-bikarinn Haukar
Haukar unnu öruggan átta marka sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í fyrri leik liðanna í einvígi í sextán úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla. Lokatölur á Ásvöllum 31-23. Seinni leikur fer svo fram úti í Slóveníu eftir viku. Slóvenarnir mun slakari Slóvenska liðið var slakara á flestöllum sviðum leiksins og það sást snemma í hvað stefndi, öruggan Haukasigur. Slóvenarnir spiluðu mjög hægan handbolta og heimamenn unnu sér fljótt upp afgerandi forystu sem þeir héldu allan fyrri hálfleikinn. Andri Fannar sækir á vörninavísir / ernir Sömuleiðis lentu gestirnir í vandræðum með brottvísanir, eyddu löngum tíma manni færri. Staðan var 17-11 þegar flautað var til hálfleiks og hefði hæglega getað verið stærri. Haukar fóru illa með nokkur dauðafæri og markmaður gestanna varði vel í nokkur skipti. Hart tekist ávísir / ernir Andri skoraði úr tveimur af þremur vítum sínum. vísir / ernir Áttu áhlaup í upphafi seinni hálfleiks Gestirnir veittu meiri mótspyrnu og áttu sinn besta kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þeim tókst að minnka muninn minnst niður í þrjú mörk, 22-19, og voru alveg við það að hleypa spennu í leikinn áður en Haukarnir kveiktu aftur á sér. Hergeir Grímsson skoraði þrjú mörk. Haukar hitnuðu aftur og unnu örugglega Aron Rafn hóf áhlaupið og hélt því gangandi með góðum markvörslum. Skarphéðinn Ívar sá svo mest um að negla boltanum inn hinum megin og Össur Haraldsson var stórhættulegur í hraðaupphlaupum. Á lokamínútunum fóru gestirnir að flýta sér um of og misstu boltann eða drifu sig í slök skotfæri. Sem betur fer fyrir þá hélt markmaðurinn áfram að verja vel, tók tvö dauðafæri og kom í veg fyrir að sigur Hauka yrði enn stærri. Sem hann varð þó alveg, átta marka forysta er afar fín staða fyrir seinni leikinn sem fer fram úti í Slóveníu eftir viku. Haukar fagna sigrinum í leikslokvísir / ernir Viðtöl Berast á Vísi innan skamms. „Vil ekki vera með neinar staðhæfingar, það er enn þá bara hálfleikur“ Össur faðmar liðsfélaga sína að leik loknum. vísir / ernir „Frábært, en það má ekki gleyma því að það er bara hálfleikur. Við eigum eftir að keppa við þá úti í Slóveníu en maður getur verið ánægður með átta marka forystu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Össur Haraldsson fljótlega eftir leik. Hann varð markahæstur, jafn Skarphéðni Ívari, með níu mörk í leiknum. „Bara góð frammistaða heilt yfir, fín skotnýting og stóð vörnina vel. Þetta lið hentar mér ágætlega, þeir eru seinir til baka þannig að maður fær slatta af hraðaupphlaupum. Við bara nýttum okkar styrkleika gegn þeirra veikleikum.“ Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn ágætlega áður en leikurinn hófst. „Maður gerir sér ekki grein fyrir því hversu sterk deildin er. Umfjöllun um handbolta á heimsvísu í dag er ekki jafn mikil og maður væri til í að hún væri. En ég held að þetta hafi verið nokkurn veginn það sem við bjuggumst við.“ Eftir átta marka sigur má fara að gera sér vonir um að Haukar vinni einvígið og haldi áfram í átta liða úrslit. „Maður vill ekki vera með neinar staðhæfingar, það er enn þá bara hálfleikur. Við þurfum að mæta með okkar allra, allra besta leik næsta laugardag ef við viljum öruggir um að halda þessari veislu áfram,“ sagði Össur að lokum.