Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2025 23:33 Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Flokkur fólksins Bókun 35 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar