Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 13:01 Mitt í streitu og hraða lífsgæðakapphlaups samtímans, sem stundum er eins og þrotlaust spretthlaup milli gjalddaga, virðist ekkert fram undan nema óreiðukennd og óútreiknanleg framtíð. Lífsbaráttan getur stundum verið yfirþyrmandi og skekið sálartetrið. En mitt á meðal þessara áskorana langar mig að deila með þér lífssýn sem hefur umbreytt lífi mínu: Enginn er betri en þú og enginn er snjallari en þú! Hvert og eitt okkar er einstakt á sinn sérstaka hátt. Það kann að hljóma einfeldningsleg fullyrðing við fyrstu sýn. En erfðavísindin segja okkur aðra sögu. Allt frá upphafi mannkyns hafa vísindamenn áætlað að í sögu mannkyns hafi um 100 milljarðar manna fæðst og dáið, þar af eru 8,2 milljarðar á lífi í dag. Enginn af þessum ótrúlega fjölda einstaklinga hefur þá einstöku samsuðu eiginleika og hæfileika og þú sjálfur. Það hefur aldrei verið til annar einstaklingur eins og þú og mun aldrei verða aftur. En þrátt fyrir að aðstæður hvers og eins okkar séu persónubundnar og þær séu hliðhollari sumum en öðrum búum við þá staðreynd að hver sem staða okkar er í lífinu þá höfum við öll, hvert og eitt okkar, sömu 24 klukkutímana í hverjum sólarhring, og í hverjum þessara klukkutíma felst tækifæri til að læra, vaxa og móta örlög okkar. Innra með hverju og einu okkar búum við öll yfir sömu möguleikum og aðrir til að takast á við og leysa hvert það áskorunarefni sem við kunnum að standa frammi fyrir. Sammannlegir eiginleikar okkar: Við erum harðgerð og úrræðasöm þjóð sem í þúsöld hefur staðið af sér óblíða náttúru, hungur og drepsóttir. Það hefur mótað þjóðarsálina. Við gefumst ekki svo auðveldlega upp. En kapp er best með forsjá. Stundum er freistandi að meta eigið gildi miðað við það sem aðrir virðast hafa áunnið. En það er hverju hjarta hollt að muna að bak við hvern og einn sem fer fram með öruggu fasi og virðist búa yfir óbilandi sjálfstrausti leynist barátta, efasemdir, angist og óvissa. Þetta er okkar sammannlega reynsla sem tengir okkur saman. Sannur styrkur felst ekki í þeirri ytri ásýnd sem birtist öðrum heldur í þeirri þrautseigju sem við glímum við dag frá degi, ósýnilega stríðinu sem við heyjum daglega innra með okkur. Í innsta kjarna okkar deilum við sömu efasemdum, óöryggi, ótta, kvíða sem sefast af þeirri von og væntingum sem við öll berum í brjósti okkar um að hver nýr dagur sé fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Hvernig notar þú sólarhringinn þinn? Hver dagur gefur okkur nákvæmlega 24 klukkutíma – ekki mínútu meira eða minna. Þó að það sé freistandi að bera sig saman við lífshlaup annarra, er gæfulegra að einbeita sér eingöngu að sér sjálfum, hvernig þú notar þennan tíma sem hverju okkar er úthlutað óháð stétt eða stöðu. Lífi vel lifað er ekki samanburður við aðra heldur hvernig þér þokar sjálfum fram. Hver nýr dagur er eins og ferskur málarastrigi þar sem þér er fært að mála vonir þínar, takast á við áskoranir og fagna sigri þínum. Engin málarastroka er til einskis. Allt telur, allt skiptir máli. Þær geta vera fínar og léttvægar eða breiðar áherslumiklar strokur. Enginn lifir lífi þínu nema þú. Þú ert listmálarinn í eigin lífi. Eini mælikvarði mannlegrar tilveru er hvernig þú nýtir þau tækifæri og úrræði sem þú stendur frammi fyrir. Á endanum ertu metinn út frá því hver þú varst, hver þú ert núna og hver þú ert að verða. Þessi eilífi verðandi er leyndardómur hamingjuleitarinnar. Þar ræður þú ferðinni. Meðan þú dregur andann er von. Ef þú vilt læra getur enginn stöðvað þig: Í örlagasögu mannkyns hafa aðstæður aldrei verið okkur hagfelldari. Nútíminn býður upp á fordæmalaust aðgengi að þekkingu, visku og samskiptum. Möguleikarnir eru meiri en nokkru sinni fyrr. Hvort sem þú vilt læra nýtt tungumál, kafa dýpra í stafræna tækni eða kynnast sögu og reynslu forfeðra okkar eða kanna hraða þróun gervigreindar þá stendur þér þetta allt til boða. Og mest af þessari þekkingarleit kostar þig ekki annað en athygli þína og tíma. Mest af þessu stendur þér til boða án þess að kosta þig krónu. Árangur er þó ekki tilviljun; hann er afurð skipulags, skýrra hugsana og meðvitaðra aðgerða. Hver ákvörðun sem þú tekur er ásetningur sem leiðir þig áfram. Hugsanir þínar eru skapandi kraftur sem móta veröld þína. Þess sem þú leitar leitar þín. Dýrmætasti eiginleiki skynsemi okkar er að rækta hæfileikann til að þagga niður efasemdarraddirnar sem við öll glímum við. Það er eilífðarbarátta sem krefst elju og úthalds. Takist okkur það ljúkast upp fyrir okkur dyr að endalausum möguleikum. Mannshuganum er ekkert ómögulegt. Mannkynssagan er óþrjótandi uppspretta fólks sem stóð frammi fyrir ókleifum hamravegg en með ótrúlegri útsjónarsemi, bjartsýni, seiglu, dirfsku og dáð fann leið til að klífa bjargið. Viskan felst í þessu. Hafi öðrum tekist ætlunarverk sitt er þér það einnig mögulegt. Enginn er betri en þú, enginn er klárari en þú og enginn er færari en þú. Snilligáfan felst í hugarfarinu. Ef aðrir hafa náð árangri, þá er það ekki vegna þess að þeir séu eðlilega betri en þú, heldur vegna þess að þeir hafa lært að nýta kraft hugsana, hugmyndaflugs, brett upp ermar og látið svo til sín taka. Séu tækifærin ekki í augsýn þá sjá snillingar möguleika í ómöguleikanum og skapa sér sín eigin tækifæri. Eina hindrunin í vegi þínum er hugarfar þitt, gæði hugsana þinna. Allt hefst í huganum: Stærsti keppinauturinn þinn er ekki sá sem prýðir forsíðu dagblaða eða glanstímarita. Eini keppinautur þinn er sá sem þú varst í gær. Farsæld er stöðugt ferðalag. Fagnaðu hverjum sigri hversu smávægilegur sem hann er og ef þú nýtur ekki meðbyrs sigldu þá beitivind. Öll reynsla er góð reynsla. Hvert bakslag er tækifæri til að verða þrautseigri, hæfari og rækta samúð með þeim sem minna mega sín. Þegar þú nærir innra líf þitt með samhygð og kærleika, leggur þú grunninn að lífsfyllingu sem enginn veraldlegur auður getur fært þér. Sameinuð stöndum við af okkur þrengingar: Framtíðin getur verið jafn óútreiknanleg og veðrið okkar, en jafnvel um dimmustu vetrarnætur eigum við fullvissu að brátt morgni. Morgundagurinn er óskrifað blað. Sem þjóð stöndum við saman í þessu og deilum bæði okkar áskorunum og draumum. Sameiginleg von okkar og styrkur eru grunnurinn að bjartari morgundegi. Stundum er sagt að mikilvægasta hlutverk okkar sé að vera góðir forfeður. Okkar stóðu sína pligt með sóma og sanni. Þeirra vegna erum við hér og það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra og allra þeirra þolrauna sem þeir þurftu að yfirstíga til að tryggja að við séum hér og njótum þess kraftaverks að vera á lífi og draga sjálfan lífsandann. Hvað getur þú gert hér og nú til að bæta líf þitt? Á þessu gullaldarskeiði mannkyns er kominn tími til að láta af öfund og afbrýðissemi út í náungann. Lífið hefur aldrei verið okkur hagfelldara. Einbeittu þér að þínu eigin ferðalagi, ævintýri þinnar eigin tilveru. Mundu: Enginn er betri en þú, því aðeins þú getur fært heiminum ávexti þinna einstöku hæfileika. Notaðu hverja klukkustund af sólarhringnum þínum til að næra von, veita innblástur, gleði, möguleika og hvatningu og fagnaðu þeim óþrjótandi möguleikum til sjálfsnáms sem öllum standa til boða með nútímatækni. Vertu uppbyggjandi í orði og á borði – jafnvel þótt framtíðin virðist óviss. Því á endanum er hún eitthvað sem við sköpum sjálf með hugsunum okkar, vonum, væntingum og jákvæðum aðgerðum. Skref sem þú getur tekið strax í dag: Skrifaðu niður eitt persónulegt markmið sem hvetur þig – sama hversu lítið það er. Ákvarðaðu eitt smátt, skýrt skref sem þú getur tekið innan næstu 24 klukkutíma til að komast nær markmiðinu. Hvort sem það er að lesa einn kafla úr nýrri bók, skrá sig á netnámskeið, fá þér göngutúr eða jafnvel bara fara í sund og slaka á í heita pottinum og hugleiða hvað þú ert þakklátur fyrir, hversu einfalt og lítilfjörlegt sem það kann að virðast. Allt telur. Allt skiptir máli. Þannig skuldbindur þú þig við það að taka eitt lítið hænuskref sem fagnar ferðalagi þínu og margfaldar líkurnar á að þú endurtakir leikinn á morgun. Lífið mótast af hugsunum okkar: Við lifum á krefjandi tímum sem gera ríkar kröfur til okkar. Óvisst efnahagsástand og blikur á lofti í alþjóðamálum. En ábyrgðin er okkar að skapa betri heim. Aðstæður hafa aldrei verið okkur hagfelldari en ábyrgðin er okkar. Framtíðin er mótuð af þeim hugsunum sem við nærum og þeim aðgerðum sem við grípum til. Fremst þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir er sjálfsábyrgð okkar sem ábyrgra einstaklinga sem tökum frumkvæði í eigin lífi. Markmiðið er ekki að verða betri en náunginn heldur að umfaðma þá visku að við berum fullkomna og óskoraða ábyrgð á okkar eigin örlögum. Þar skiptir þú jafn miklu máli og hver annar. Enginn er betri en þú. Enginn er klárari en þú. En veldur hver á heldur, segir máltækið. Stöndum undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt okkar. Völdum þessu verkefni. ……. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Ástin og lífið Skóla- og menntamál Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Mitt í streitu og hraða lífsgæðakapphlaups samtímans, sem stundum er eins og þrotlaust spretthlaup milli gjalddaga, virðist ekkert fram undan nema óreiðukennd og óútreiknanleg framtíð. Lífsbaráttan getur stundum verið yfirþyrmandi og skekið sálartetrið. En mitt á meðal þessara áskorana langar mig að deila með þér lífssýn sem hefur umbreytt lífi mínu: Enginn er betri en þú og enginn er snjallari en þú! Hvert og eitt okkar er einstakt á sinn sérstaka hátt. Það kann að hljóma einfeldningsleg fullyrðing við fyrstu sýn. En erfðavísindin segja okkur aðra sögu. Allt frá upphafi mannkyns hafa vísindamenn áætlað að í sögu mannkyns hafi um 100 milljarðar manna fæðst og dáið, þar af eru 8,2 milljarðar á lífi í dag. Enginn af þessum ótrúlega fjölda einstaklinga hefur þá einstöku samsuðu eiginleika og hæfileika og þú sjálfur. Það hefur aldrei verið til annar einstaklingur eins og þú og mun aldrei verða aftur. En þrátt fyrir að aðstæður hvers og eins okkar séu persónubundnar og þær séu hliðhollari sumum en öðrum búum við þá staðreynd að hver sem staða okkar er í lífinu þá höfum við öll, hvert og eitt okkar, sömu 24 klukkutímana í hverjum sólarhring, og í hverjum þessara klukkutíma felst tækifæri til að læra, vaxa og móta örlög okkar. Innra með hverju og einu okkar búum við öll yfir sömu möguleikum og aðrir til að takast á við og leysa hvert það áskorunarefni sem við kunnum að standa frammi fyrir. Sammannlegir eiginleikar okkar: Við erum harðgerð og úrræðasöm þjóð sem í þúsöld hefur staðið af sér óblíða náttúru, hungur og drepsóttir. Það hefur mótað þjóðarsálina. Við gefumst ekki svo auðveldlega upp. En kapp er best með forsjá. Stundum er freistandi að meta eigið gildi miðað við það sem aðrir virðast hafa áunnið. En það er hverju hjarta hollt að muna að bak við hvern og einn sem fer fram með öruggu fasi og virðist búa yfir óbilandi sjálfstrausti leynist barátta, efasemdir, angist og óvissa. Þetta er okkar sammannlega reynsla sem tengir okkur saman. Sannur styrkur felst ekki í þeirri ytri ásýnd sem birtist öðrum heldur í þeirri þrautseigju sem við glímum við dag frá degi, ósýnilega stríðinu sem við heyjum daglega innra með okkur. Í innsta kjarna okkar deilum við sömu efasemdum, óöryggi, ótta, kvíða sem sefast af þeirri von og væntingum sem við öll berum í brjósti okkar um að hver nýr dagur sé fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Hvernig notar þú sólarhringinn þinn? Hver dagur gefur okkur nákvæmlega 24 klukkutíma – ekki mínútu meira eða minna. Þó að það sé freistandi að bera sig saman við lífshlaup annarra, er gæfulegra að einbeita sér eingöngu að sér sjálfum, hvernig þú notar þennan tíma sem hverju okkar er úthlutað óháð stétt eða stöðu. Lífi vel lifað er ekki samanburður við aðra heldur hvernig þér þokar sjálfum fram. Hver nýr dagur er eins og ferskur málarastrigi þar sem þér er fært að mála vonir þínar, takast á við áskoranir og fagna sigri þínum. Engin málarastroka er til einskis. Allt telur, allt skiptir máli. Þær geta vera fínar og léttvægar eða breiðar áherslumiklar strokur. Enginn lifir lífi þínu nema þú. Þú ert listmálarinn í eigin lífi. Eini mælikvarði mannlegrar tilveru er hvernig þú nýtir þau tækifæri og úrræði sem þú stendur frammi fyrir. Á endanum ertu metinn út frá því hver þú varst, hver þú ert núna og hver þú ert að verða. Þessi eilífi verðandi er leyndardómur hamingjuleitarinnar. Þar ræður þú ferðinni. Meðan þú dregur andann er von. Ef þú vilt læra getur enginn stöðvað þig: Í örlagasögu mannkyns hafa aðstæður aldrei verið okkur hagfelldari. Nútíminn býður upp á fordæmalaust aðgengi að þekkingu, visku og samskiptum. Möguleikarnir eru meiri en nokkru sinni fyrr. Hvort sem þú vilt læra nýtt tungumál, kafa dýpra í stafræna tækni eða kynnast sögu og reynslu forfeðra okkar eða kanna hraða þróun gervigreindar þá stendur þér þetta allt til boða. Og mest af þessari þekkingarleit kostar þig ekki annað en athygli þína og tíma. Mest af þessu stendur þér til boða án þess að kosta þig krónu. Árangur er þó ekki tilviljun; hann er afurð skipulags, skýrra hugsana og meðvitaðra aðgerða. Hver ákvörðun sem þú tekur er ásetningur sem leiðir þig áfram. Hugsanir þínar eru skapandi kraftur sem móta veröld þína. Þess sem þú leitar leitar þín. Dýrmætasti eiginleiki skynsemi okkar er að rækta hæfileikann til að þagga niður efasemdarraddirnar sem við öll glímum við. Það er eilífðarbarátta sem krefst elju og úthalds. Takist okkur það ljúkast upp fyrir okkur dyr að endalausum möguleikum. Mannshuganum er ekkert ómögulegt. Mannkynssagan er óþrjótandi uppspretta fólks sem stóð frammi fyrir ókleifum hamravegg en með ótrúlegri útsjónarsemi, bjartsýni, seiglu, dirfsku og dáð fann leið til að klífa bjargið. Viskan felst í þessu. Hafi öðrum tekist ætlunarverk sitt er þér það einnig mögulegt. Enginn er betri en þú, enginn er klárari en þú og enginn er færari en þú. Snilligáfan felst í hugarfarinu. Ef aðrir hafa náð árangri, þá er það ekki vegna þess að þeir séu eðlilega betri en þú, heldur vegna þess að þeir hafa lært að nýta kraft hugsana, hugmyndaflugs, brett upp ermar og látið svo til sín taka. Séu tækifærin ekki í augsýn þá sjá snillingar möguleika í ómöguleikanum og skapa sér sín eigin tækifæri. Eina hindrunin í vegi þínum er hugarfar þitt, gæði hugsana þinna. Allt hefst í huganum: Stærsti keppinauturinn þinn er ekki sá sem prýðir forsíðu dagblaða eða glanstímarita. Eini keppinautur þinn er sá sem þú varst í gær. Farsæld er stöðugt ferðalag. Fagnaðu hverjum sigri hversu smávægilegur sem hann er og ef þú nýtur ekki meðbyrs sigldu þá beitivind. Öll reynsla er góð reynsla. Hvert bakslag er tækifæri til að verða þrautseigri, hæfari og rækta samúð með þeim sem minna mega sín. Þegar þú nærir innra líf þitt með samhygð og kærleika, leggur þú grunninn að lífsfyllingu sem enginn veraldlegur auður getur fært þér. Sameinuð stöndum við af okkur þrengingar: Framtíðin getur verið jafn óútreiknanleg og veðrið okkar, en jafnvel um dimmustu vetrarnætur eigum við fullvissu að brátt morgni. Morgundagurinn er óskrifað blað. Sem þjóð stöndum við saman í þessu og deilum bæði okkar áskorunum og draumum. Sameiginleg von okkar og styrkur eru grunnurinn að bjartari morgundegi. Stundum er sagt að mikilvægasta hlutverk okkar sé að vera góðir forfeður. Okkar stóðu sína pligt með sóma og sanni. Þeirra vegna erum við hér og það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra og allra þeirra þolrauna sem þeir þurftu að yfirstíga til að tryggja að við séum hér og njótum þess kraftaverks að vera á lífi og draga sjálfan lífsandann. Hvað getur þú gert hér og nú til að bæta líf þitt? Á þessu gullaldarskeiði mannkyns er kominn tími til að láta af öfund og afbrýðissemi út í náungann. Lífið hefur aldrei verið okkur hagfelldara. Einbeittu þér að þínu eigin ferðalagi, ævintýri þinnar eigin tilveru. Mundu: Enginn er betri en þú, því aðeins þú getur fært heiminum ávexti þinna einstöku hæfileika. Notaðu hverja klukkustund af sólarhringnum þínum til að næra von, veita innblástur, gleði, möguleika og hvatningu og fagnaðu þeim óþrjótandi möguleikum til sjálfsnáms sem öllum standa til boða með nútímatækni. Vertu uppbyggjandi í orði og á borði – jafnvel þótt framtíðin virðist óviss. Því á endanum er hún eitthvað sem við sköpum sjálf með hugsunum okkar, vonum, væntingum og jákvæðum aðgerðum. Skref sem þú getur tekið strax í dag: Skrifaðu niður eitt persónulegt markmið sem hvetur þig – sama hversu lítið það er. Ákvarðaðu eitt smátt, skýrt skref sem þú getur tekið innan næstu 24 klukkutíma til að komast nær markmiðinu. Hvort sem það er að lesa einn kafla úr nýrri bók, skrá sig á netnámskeið, fá þér göngutúr eða jafnvel bara fara í sund og slaka á í heita pottinum og hugleiða hvað þú ert þakklátur fyrir, hversu einfalt og lítilfjörlegt sem það kann að virðast. Allt telur. Allt skiptir máli. Þannig skuldbindur þú þig við það að taka eitt lítið hænuskref sem fagnar ferðalagi þínu og margfaldar líkurnar á að þú endurtakir leikinn á morgun. Lífið mótast af hugsunum okkar: Við lifum á krefjandi tímum sem gera ríkar kröfur til okkar. Óvisst efnahagsástand og blikur á lofti í alþjóðamálum. En ábyrgðin er okkar að skapa betri heim. Aðstæður hafa aldrei verið okkur hagfelldari en ábyrgðin er okkar. Framtíðin er mótuð af þeim hugsunum sem við nærum og þeim aðgerðum sem við grípum til. Fremst þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir er sjálfsábyrgð okkar sem ábyrgra einstaklinga sem tökum frumkvæði í eigin lífi. Markmiðið er ekki að verða betri en náunginn heldur að umfaðma þá visku að við berum fullkomna og óskoraða ábyrgð á okkar eigin örlögum. Þar skiptir þú jafn miklu máli og hver annar. Enginn er betri en þú. Enginn er klárari en þú. En veldur hver á heldur, segir máltækið. Stöndum undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt okkar. Völdum þessu verkefni. ……. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun