Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 11:17 Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun