Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2025 18:31 Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Vegagerð Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun