Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Gerður Björk Sveinsdóttir, Íris Róbertsdóttir, Jóna Árný Þórðardóttir, Katrín Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Sigurjón Andrésson skrifa 19. febrúar 2025 20:32 Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hefur þangað að sækja ýmis konar miðlæga þjónustu á vegum hins opinbera, þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir almannafé. Öll höfum við jafnan rétt til að nýta þá þjónustu. Stjórnsýslan í Reykjavík er stjórnsýsla okkar allra. Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Lengi hefur verið rætt um að flytja Reykjavíkurflugvöll burtu úr Vatnsmýrinni en öllum má ljóst vera að það gerist ekki á næstu árum eða jafnvel áratugum. Allt tal um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur lýsir skilningsleysi á aðstöðu okkar sem búum úti á landi. Fjarlægðin frá alþjóðaflugvellinum til höfuðborgarinnar er hættuleg hindrun, stórt ljón í veginum, fyrir fólk sem þarf að reka erindi sín í höfuðborginni, hvort sem það er fullfrískt eða í sjúkrabörum. Öll röskun á sjúkraflugi til höfuðborgarinnar þar sem Landspítalann okkar allra er að finna, er grafalvarlegt mál sem getur skilið á milli lífs og dauða. Eitt mannslíf er í okkar huga meira virði en vöxtur og viðgangur 1.000 trjáplantna. Af okkur sem skrifum undir þessa grein hafa flest beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði. Öll höfum við í það minnsta haft spurnir af slíkum tilvikum í okkar nánasta umhverfi. Að nefna tilfinningaklám í þessu samhengi, eins og gert var í þættinum Silfrið á RÚV á mánudagskvöld, er sannarlega ekki við hæfi. Við undirrituð mótmælum því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða. Árlega eru 630-650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð sjúkraflugs og þar segir enn fremur að í um 45% tilfella sé „um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala.“ Þetta er ekkert tilfinningaklám. Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða. Við krefjumst þess að austur-vestur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð strax aftur á sama tíma og öryggi flugs um brautina verði tryggt með því að fella þau tré sem fella þarf. Með vinsemd og virðingu, Höfundar eru bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hefur þangað að sækja ýmis konar miðlæga þjónustu á vegum hins opinbera, þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir almannafé. Öll höfum við jafnan rétt til að nýta þá þjónustu. Stjórnsýslan í Reykjavík er stjórnsýsla okkar allra. Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Lengi hefur verið rætt um að flytja Reykjavíkurflugvöll burtu úr Vatnsmýrinni en öllum má ljóst vera að það gerist ekki á næstu árum eða jafnvel áratugum. Allt tal um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur lýsir skilningsleysi á aðstöðu okkar sem búum úti á landi. Fjarlægðin frá alþjóðaflugvellinum til höfuðborgarinnar er hættuleg hindrun, stórt ljón í veginum, fyrir fólk sem þarf að reka erindi sín í höfuðborginni, hvort sem það er fullfrískt eða í sjúkrabörum. Öll röskun á sjúkraflugi til höfuðborgarinnar þar sem Landspítalann okkar allra er að finna, er grafalvarlegt mál sem getur skilið á milli lífs og dauða. Eitt mannslíf er í okkar huga meira virði en vöxtur og viðgangur 1.000 trjáplantna. Af okkur sem skrifum undir þessa grein hafa flest beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði. Öll höfum við í það minnsta haft spurnir af slíkum tilvikum í okkar nánasta umhverfi. Að nefna tilfinningaklám í þessu samhengi, eins og gert var í þættinum Silfrið á RÚV á mánudagskvöld, er sannarlega ekki við hæfi. Við undirrituð mótmælum því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða. Árlega eru 630-650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð sjúkraflugs og þar segir enn fremur að í um 45% tilfella sé „um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala.“ Þetta er ekkert tilfinningaklám. Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða. Við krefjumst þess að austur-vestur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð strax aftur á sama tíma og öryggi flugs um brautina verði tryggt með því að fella þau tré sem fella þarf. Með vinsemd og virðingu, Höfundar eru bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun