Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 15:36 Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari Vísir/Vilhelm Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhússtillögu hans á fundi sem fram fór í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira