Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar 24. febrúar 2025 09:30 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun