Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo og Elvar Örn Friðriksson skrifa 25. febrúar 2025 07:01 Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar