Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo og Elvar Örn Friðriksson skrifa 25. febrúar 2025 07:01 Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun