Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar 26. febrúar 2025 13:32 Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins þann 25. febrúar sl. er enn og aftur farið með rangt mál um tollflokkun á tiltekinn vöru sem að uppistöðu er rifinn ostur. Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi margoft úrskurðað í málinu og hafnað röngum fullyrðingum stefnanda málsins (Danól ehf., innflutningsaðila vörunnar), heldur blaðið áfram að birta mistúlkanir og ósannindi sem eru upprunnin úr þeim herbúðum. Skatturinn færði ekki ostinn til um tollflokkun árið 2020 Fyrsta og um leið ein algengasta rangfærslan í umræðunni er að Skatturinn hafi árið 2020 ákveðið að færa umræddan pizzaost í annan tollflokk en áður hafði gerst og að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun til að vernda innlenda mjólkurframleiðslu. Þetta er rangt. Dómar og úrskurðir sem liggja fyrir í málinu sýna að fyrsta formlega ákvörðunin um tollflokkun vörunnar var tekin með bindandi áliti tollstjóra þann 17. febrúar 2020. Fram að því var ekki til nein opinber og bindandi ákvörðun um hvernig þessi tiltekna vara skyldi tollflokkuð. Þetta var staðfest m.a. í eftirfarandi úrskurðum og dómum: Héraðsdómur Reykjavíkur (mál nr. E-2454/2024) staðfesti að bindandi álitið frá 17. febrúar 2020 væri enn í gildi og hefði ekki verið afturkallað. Endurupptökudómur (mál nr. 11/2023) tók fram að tollgæslustjóri úrskurðaði í málinu 29. mars 2021 í samræmi við bindandi álitið frá 2020. Yfirskattanefnd (úrskurður nr. 125/2023) staðfesti að kærandi (Danól ehf.) hefði ekki aflað sér bindandi álits fyrir innflutning vörunnar, heldur aðeins fengið óformlegar upplýsingar frá starfsmanni tollafgreiðsludeildar, sem reyndust rangar. Það er því staðreynd að engin formleg tollflokkun vörunnar var fyrir hendi þar til tollstjóri gaf út bindandi álit árið 2020. Því er sú fullyrðing röng að Skatturinn hafi „endurflokkað“ vöruna á þeim tíma eins og ofantaldir dómar og úrskurðir sýna. Það er ekki hægt að endurtollflokka það sem aldrei hefur verið tollflokkað áður með staðfestum hætti. Engin ómálefnaleg sjónarmið í ákvörðunum stjórnvalda Önnur algeng ásökun í umræðunni er að niðurstaða stjórnvalda í þessu máli hafi verið tekin á grundvelli þrýstings frá Mjólkursamsölunni eða hagsmunaaðilum í mjólkuriðnaði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. febrúar 2025 hafnar þessum ásökunum með skýrum hætti. Í dómnum kemur fram að ekkert bendi til þess að ómálefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar hinu umdeilda bindandi áliti eða að blekkingar hafi verið viðhafðar af hálfustarfsmanna tollyfirvalda. Jafnframt kemur fram að í tölvupóstsamskiptum tollgæslustjóra við lögmenn Mjólkursamsölunnar í júní 2020 hafi einungis verið vísað til fyrri ákvörðunar tollyfirvalda, þ.e. bindandi álitsins frá 17. febrúar 2020. Tollgæslustjóri hafi þar með staðfest þá niðurstöðu sem þegar lá fyrir og ekki verið að láta undan þrýstingi. Það er því makalaust að innlendir fjölmiðlar haldi ítrekað áfram að birta rangfærslur um málið, þrátt fyrir að dómstólar hafi endurtekið vísað slíkum ásökunum á bug. ESB og viðskiptahindranir: Engin lagaleg áhrif Viðskiptablaðið heldur því einnig fram að skráning Íslands á lista Evrópusambandsins yfir þjóðir sem beita viðskiptahindrunum hafi sérstaka þýðingu í þessu máli. Þetta er afar villandi. Þetta er fyrst og fremst pólitískt álit Evrópusambandsins en hefur engin lagaleg bindandi áhrif á íslenska tollafgreiðslu. Ísland hefur sjálfstæðan rétt til að túlka tollskrána í samræmi við landslög, rétt eins og fjölmörg önnur ríki hafa gert. Engin niðurstaða frá ESA sem styður fullyrðingar um EES-samninginn Því hefur einnig verið haldið fram að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi komist að niðurstöðu um að þessi tiltekni ostur falli undir EES-samningsinn. Þetta er heldur ekki rétt. Engin slík niðurstaða liggur fyrir þegar þetta er ritað. Það eina sem hægt er að fullyrða er að ostur fellur undir 19. grein EES-samningsins sem ostur – sem er í fullu samræmi við þá túlkun sem íslensk tollyfirvöld hafa lagt til grundvallar. Hvað er einokun og af hverju er Mjólkursamsalan ekki einokunarfyrirtæki? Í umfjöllun fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins nú, er vinsælt að fullyrða að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki. Hugtakið einokun er almennt notuð um sem markaðsaðstæður þar sem einn seljandi (fyrirtæki eða aðili) sem er ráðandi eða einn á markaði án nokkurrar samkeppni og getur því ákveðið verð og framboð án tillits til viðbragða annarra fyrirtækja. Mjólkursamsalan hefur alls ekki slíka stöðu: Opinn markaður: Þrátt fyrir að Mjólkursamsalan sé stærsti aðilinn í mjólkurvinnslu á Ísland, eru aðrir innlendir framleiðendur til staðar og innflutningur á mjólkurvörum er leyfður. Á grundvelli búvörulaga og markmiði þeirra beitir hið opinbera hins vegar tollum og reglusetningu um úthlutunum tollkvóta þegar kemur að innflutningi líkt og með fleiri landbúnaðarvörur. Verðlagning ekki frjáls: Verð á um helmingi af vöruframboði Mjólkursamsölunnar er ákveðið af opinberri verðlagsnefnd, sem setur skýrar skorður á verðlagningu. Skylda til að kaupa mjólk frá bændum: Eigandi Mjólkursamsölunnar, samvinnufélagið Auðhumla, hefur lagalega skyldu til að kaupa alla mjólk sem íslenskir bændur framleiða og vilja selja fyrirtækinu. Það þýðir að Mjólkursamsalan hefur ekki sjálfdæmi um hráefnisöflun sína, heldur þarf að taka við mjólk sem boðin er til sölu, óháð markaðsaðstæðum. Greiðslumark og opinber verðlagning: Verð sem Auðhumla greiðir bændum fyrir mjólk sem er framleidd innan greiðslumarks – sem er 152 milljónir lítra á yfirstandandi ári – er ákveðið af opinberri nefnd. Það þýðir að stór hluti starfsemi fyrirtækisins er undir eftirliti og ramma sem kemur utan frá. Mjólkursamsalan hefur því ekki frjálsar hendur til að ákvarða verð eða stjórna markaðinum með sama hætti og raunveruleg einokunarfyrirtæki gera. Fullyrðingin um að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki stenst því ekki hagfræðilega greiningu. Niðurstaða Það er mikilvægt að umræðan um tollflokkun osts byggist á staðreyndum en ekki mistúlkunum og röngum staðhæfingum. Fullyrðingar um að Skatturinn hafi „breytt“ tollflokkuninni árið 2020 eru rangar. Rangt er að einhver niðurstaða liggi fyrir frá ESA sem styður túlkun Viðskiptablaðsins og Mjólkursamsalan er ekki einokunarfyrirtæki hvorki á afurða- né aðfangamarkaði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Erna Bjarnadóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins þann 25. febrúar sl. er enn og aftur farið með rangt mál um tollflokkun á tiltekinn vöru sem að uppistöðu er rifinn ostur. Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi margoft úrskurðað í málinu og hafnað röngum fullyrðingum stefnanda málsins (Danól ehf., innflutningsaðila vörunnar), heldur blaðið áfram að birta mistúlkanir og ósannindi sem eru upprunnin úr þeim herbúðum. Skatturinn færði ekki ostinn til um tollflokkun árið 2020 Fyrsta og um leið ein algengasta rangfærslan í umræðunni er að Skatturinn hafi árið 2020 ákveðið að færa umræddan pizzaost í annan tollflokk en áður hafði gerst og að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun til að vernda innlenda mjólkurframleiðslu. Þetta er rangt. Dómar og úrskurðir sem liggja fyrir í málinu sýna að fyrsta formlega ákvörðunin um tollflokkun vörunnar var tekin með bindandi áliti tollstjóra þann 17. febrúar 2020. Fram að því var ekki til nein opinber og bindandi ákvörðun um hvernig þessi tiltekna vara skyldi tollflokkuð. Þetta var staðfest m.a. í eftirfarandi úrskurðum og dómum: Héraðsdómur Reykjavíkur (mál nr. E-2454/2024) staðfesti að bindandi álitið frá 17. febrúar 2020 væri enn í gildi og hefði ekki verið afturkallað. Endurupptökudómur (mál nr. 11/2023) tók fram að tollgæslustjóri úrskurðaði í málinu 29. mars 2021 í samræmi við bindandi álitið frá 2020. Yfirskattanefnd (úrskurður nr. 125/2023) staðfesti að kærandi (Danól ehf.) hefði ekki aflað sér bindandi álits fyrir innflutning vörunnar, heldur aðeins fengið óformlegar upplýsingar frá starfsmanni tollafgreiðsludeildar, sem reyndust rangar. Það er því staðreynd að engin formleg tollflokkun vörunnar var fyrir hendi þar til tollstjóri gaf út bindandi álit árið 2020. Því er sú fullyrðing röng að Skatturinn hafi „endurflokkað“ vöruna á þeim tíma eins og ofantaldir dómar og úrskurðir sýna. Það er ekki hægt að endurtollflokka það sem aldrei hefur verið tollflokkað áður með staðfestum hætti. Engin ómálefnaleg sjónarmið í ákvörðunum stjórnvalda Önnur algeng ásökun í umræðunni er að niðurstaða stjórnvalda í þessu máli hafi verið tekin á grundvelli þrýstings frá Mjólkursamsölunni eða hagsmunaaðilum í mjólkuriðnaði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. febrúar 2025 hafnar þessum ásökunum með skýrum hætti. Í dómnum kemur fram að ekkert bendi til þess að ómálefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar hinu umdeilda bindandi áliti eða að blekkingar hafi verið viðhafðar af hálfustarfsmanna tollyfirvalda. Jafnframt kemur fram að í tölvupóstsamskiptum tollgæslustjóra við lögmenn Mjólkursamsölunnar í júní 2020 hafi einungis verið vísað til fyrri ákvörðunar tollyfirvalda, þ.e. bindandi álitsins frá 17. febrúar 2020. Tollgæslustjóri hafi þar með staðfest þá niðurstöðu sem þegar lá fyrir og ekki verið að láta undan þrýstingi. Það er því makalaust að innlendir fjölmiðlar haldi ítrekað áfram að birta rangfærslur um málið, þrátt fyrir að dómstólar hafi endurtekið vísað slíkum ásökunum á bug. ESB og viðskiptahindranir: Engin lagaleg áhrif Viðskiptablaðið heldur því einnig fram að skráning Íslands á lista Evrópusambandsins yfir þjóðir sem beita viðskiptahindrunum hafi sérstaka þýðingu í þessu máli. Þetta er afar villandi. Þetta er fyrst og fremst pólitískt álit Evrópusambandsins en hefur engin lagaleg bindandi áhrif á íslenska tollafgreiðslu. Ísland hefur sjálfstæðan rétt til að túlka tollskrána í samræmi við landslög, rétt eins og fjölmörg önnur ríki hafa gert. Engin niðurstaða frá ESA sem styður fullyrðingar um EES-samninginn Því hefur einnig verið haldið fram að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi komist að niðurstöðu um að þessi tiltekni ostur falli undir EES-samningsinn. Þetta er heldur ekki rétt. Engin slík niðurstaða liggur fyrir þegar þetta er ritað. Það eina sem hægt er að fullyrða er að ostur fellur undir 19. grein EES-samningsins sem ostur – sem er í fullu samræmi við þá túlkun sem íslensk tollyfirvöld hafa lagt til grundvallar. Hvað er einokun og af hverju er Mjólkursamsalan ekki einokunarfyrirtæki? Í umfjöllun fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins nú, er vinsælt að fullyrða að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki. Hugtakið einokun er almennt notuð um sem markaðsaðstæður þar sem einn seljandi (fyrirtæki eða aðili) sem er ráðandi eða einn á markaði án nokkurrar samkeppni og getur því ákveðið verð og framboð án tillits til viðbragða annarra fyrirtækja. Mjólkursamsalan hefur alls ekki slíka stöðu: Opinn markaður: Þrátt fyrir að Mjólkursamsalan sé stærsti aðilinn í mjólkurvinnslu á Ísland, eru aðrir innlendir framleiðendur til staðar og innflutningur á mjólkurvörum er leyfður. Á grundvelli búvörulaga og markmiði þeirra beitir hið opinbera hins vegar tollum og reglusetningu um úthlutunum tollkvóta þegar kemur að innflutningi líkt og með fleiri landbúnaðarvörur. Verðlagning ekki frjáls: Verð á um helmingi af vöruframboði Mjólkursamsölunnar er ákveðið af opinberri verðlagsnefnd, sem setur skýrar skorður á verðlagningu. Skylda til að kaupa mjólk frá bændum: Eigandi Mjólkursamsölunnar, samvinnufélagið Auðhumla, hefur lagalega skyldu til að kaupa alla mjólk sem íslenskir bændur framleiða og vilja selja fyrirtækinu. Það þýðir að Mjólkursamsalan hefur ekki sjálfdæmi um hráefnisöflun sína, heldur þarf að taka við mjólk sem boðin er til sölu, óháð markaðsaðstæðum. Greiðslumark og opinber verðlagning: Verð sem Auðhumla greiðir bændum fyrir mjólk sem er framleidd innan greiðslumarks – sem er 152 milljónir lítra á yfirstandandi ári – er ákveðið af opinberri nefnd. Það þýðir að stór hluti starfsemi fyrirtækisins er undir eftirliti og ramma sem kemur utan frá. Mjólkursamsalan hefur því ekki frjálsar hendur til að ákvarða verð eða stjórna markaðinum með sama hætti og raunveruleg einokunarfyrirtæki gera. Fullyrðingin um að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki stenst því ekki hagfræðilega greiningu. Niðurstaða Það er mikilvægt að umræðan um tollflokkun osts byggist á staðreyndum en ekki mistúlkunum og röngum staðhæfingum. Fullyrðingar um að Skatturinn hafi „breytt“ tollflokkuninni árið 2020 eru rangar. Rangt er að einhver niðurstaða liggi fyrir frá ESA sem styður túlkun Viðskiptablaðsins og Mjólkursamsalan er ekki einokunarfyrirtæki hvorki á afurða- né aðfangamarkaði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar