Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 08:01 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar