Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2025 07:03 Jesse Marsch hefur fengið nóg af ruglinu í forseta Bandaríkjanna. AP Photo/Tony Gutierrez Hinn bandaríski Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins í fótbolta, hefur sagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hætta öllu rugli varðandi Kanada og að það eigi að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Hinn 51 árs gamli Marsch lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Þaðan fór hann til Montreal Impact og svo inn í Red Bull-samsteypuna. Fyrst stýrði hann New York Red Bulls. Þaðan fór hann til RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann var aðstoðarþjálfari og svo til Austurríkis þar sem hann varð aðalþjálfari Red Bull Salzburg. Hann fór svo aftur til Leipzig árið 2021 en entist stutt. Frá 2022-23 var Marsch þjálfari Leeds United á Englandi. Eftir að vera látinn taka poka sinn þar gerðist hann landsliðsþjálfari Kanada. Hann verður að öllum líkindum þjálfari liðsins fram yfir HM sem fram fer á næsta ári. „Þessi alþjóðlegu mót þýða nú eitthvað annað og meira fyrir Kanada,“ sagði þjálfarinn. Gullbikar CONCACAF (e. Gold Cup) mun fara fram í Bandaríkjunum og Kanada síðar í ár. Þá fer heimsmeistaramót karla að sjálfsögðu fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Jesse Marsch issues a message to U.S. President Donald Trump 🎙️"Lay off the ridiculous rhetoric about Canada being the 51st state; as an American, I'm ashamed of the arrogance and disregard we've shown one of our historically oldest, strongest and most loyal allies."#USMNT |… pic.twitter.com/m0ls8F6aAj— OneSoccer (@onesoccer) February 26, 2025 Marsch vildi ræða þetta þar sem hann væri nú sjálfur Bandaríkjamaður en hefði kynnst Kanada á eigin skinni undanfarið. „Finnst þessi umræða óþægileg og hreinlega skammarleg. Kanada er sterk og sjálfstæð þjóð þar sem háttprýði er í hávegum höfð. Kanada er jafnframt land sem metur siðferði og virðingu. Það er eitthvað annað en klofið, dónalegt og nú oft hatursfullt loftslag Bandaríkjanna.“ Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada „Ef ég ætti að senda forsetanum ein skilaboð þá væri það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada ætti að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og skeytingarleysið sem við höfum sýnt einum af okkar elsta, sterkasta og hliðhollasta bandamanni,“ sagði Marsch og hélt áfram. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Kanada Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Sveindísar segir upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Marsch lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Þaðan fór hann til Montreal Impact og svo inn í Red Bull-samsteypuna. Fyrst stýrði hann New York Red Bulls. Þaðan fór hann til RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann var aðstoðarþjálfari og svo til Austurríkis þar sem hann varð aðalþjálfari Red Bull Salzburg. Hann fór svo aftur til Leipzig árið 2021 en entist stutt. Frá 2022-23 var Marsch þjálfari Leeds United á Englandi. Eftir að vera látinn taka poka sinn þar gerðist hann landsliðsþjálfari Kanada. Hann verður að öllum líkindum þjálfari liðsins fram yfir HM sem fram fer á næsta ári. „Þessi alþjóðlegu mót þýða nú eitthvað annað og meira fyrir Kanada,“ sagði þjálfarinn. Gullbikar CONCACAF (e. Gold Cup) mun fara fram í Bandaríkjunum og Kanada síðar í ár. Þá fer heimsmeistaramót karla að sjálfsögðu fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Jesse Marsch issues a message to U.S. President Donald Trump 🎙️"Lay off the ridiculous rhetoric about Canada being the 51st state; as an American, I'm ashamed of the arrogance and disregard we've shown one of our historically oldest, strongest and most loyal allies."#USMNT |… pic.twitter.com/m0ls8F6aAj— OneSoccer (@onesoccer) February 26, 2025 Marsch vildi ræða þetta þar sem hann væri nú sjálfur Bandaríkjamaður en hefði kynnst Kanada á eigin skinni undanfarið. „Finnst þessi umræða óþægileg og hreinlega skammarleg. Kanada er sterk og sjálfstæð þjóð þar sem háttprýði er í hávegum höfð. Kanada er jafnframt land sem metur siðferði og virðingu. Það er eitthvað annað en klofið, dónalegt og nú oft hatursfullt loftslag Bandaríkjanna.“ Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada „Ef ég ætti að senda forsetanum ein skilaboð þá væri það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada ætti að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og skeytingarleysið sem við höfum sýnt einum af okkar elsta, sterkasta og hliðhollasta bandamanni,“ sagði Marsch og hélt áfram.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Kanada Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Sveindísar segir upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira