Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2025 07:03 Jesse Marsch hefur fengið nóg af ruglinu í forseta Bandaríkjanna. AP Photo/Tony Gutierrez Hinn bandaríski Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins í fótbolta, hefur sagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hætta öllu rugli varðandi Kanada og að það eigi að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Hinn 51 árs gamli Marsch lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Þaðan fór hann til Montreal Impact og svo inn í Red Bull-samsteypuna. Fyrst stýrði hann New York Red Bulls. Þaðan fór hann til RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann var aðstoðarþjálfari og svo til Austurríkis þar sem hann varð aðalþjálfari Red Bull Salzburg. Hann fór svo aftur til Leipzig árið 2021 en entist stutt. Frá 2022-23 var Marsch þjálfari Leeds United á Englandi. Eftir að vera látinn taka poka sinn þar gerðist hann landsliðsþjálfari Kanada. Hann verður að öllum líkindum þjálfari liðsins fram yfir HM sem fram fer á næsta ári. „Þessi alþjóðlegu mót þýða nú eitthvað annað og meira fyrir Kanada,“ sagði þjálfarinn. Gullbikar CONCACAF (e. Gold Cup) mun fara fram í Bandaríkjunum og Kanada síðar í ár. Þá fer heimsmeistaramót karla að sjálfsögðu fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Jesse Marsch issues a message to U.S. President Donald Trump 🎙️"Lay off the ridiculous rhetoric about Canada being the 51st state; as an American, I'm ashamed of the arrogance and disregard we've shown one of our historically oldest, strongest and most loyal allies."#USMNT |… pic.twitter.com/m0ls8F6aAj— OneSoccer (@onesoccer) February 26, 2025 Marsch vildi ræða þetta þar sem hann væri nú sjálfur Bandaríkjamaður en hefði kynnst Kanada á eigin skinni undanfarið. „Finnst þessi umræða óþægileg og hreinlega skammarleg. Kanada er sterk og sjálfstæð þjóð þar sem háttprýði er í hávegum höfð. Kanada er jafnframt land sem metur siðferði og virðingu. Það er eitthvað annað en klofið, dónalegt og nú oft hatursfullt loftslag Bandaríkjanna.“ Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada „Ef ég ætti að senda forsetanum ein skilaboð þá væri það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada ætti að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og skeytingarleysið sem við höfum sýnt einum af okkar elsta, sterkasta og hliðhollasta bandamanni,“ sagði Marsch og hélt áfram. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Kanada Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Marsch lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Þaðan fór hann til Montreal Impact og svo inn í Red Bull-samsteypuna. Fyrst stýrði hann New York Red Bulls. Þaðan fór hann til RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann var aðstoðarþjálfari og svo til Austurríkis þar sem hann varð aðalþjálfari Red Bull Salzburg. Hann fór svo aftur til Leipzig árið 2021 en entist stutt. Frá 2022-23 var Marsch þjálfari Leeds United á Englandi. Eftir að vera látinn taka poka sinn þar gerðist hann landsliðsþjálfari Kanada. Hann verður að öllum líkindum þjálfari liðsins fram yfir HM sem fram fer á næsta ári. „Þessi alþjóðlegu mót þýða nú eitthvað annað og meira fyrir Kanada,“ sagði þjálfarinn. Gullbikar CONCACAF (e. Gold Cup) mun fara fram í Bandaríkjunum og Kanada síðar í ár. Þá fer heimsmeistaramót karla að sjálfsögðu fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Jesse Marsch issues a message to U.S. President Donald Trump 🎙️"Lay off the ridiculous rhetoric about Canada being the 51st state; as an American, I'm ashamed of the arrogance and disregard we've shown one of our historically oldest, strongest and most loyal allies."#USMNT |… pic.twitter.com/m0ls8F6aAj— OneSoccer (@onesoccer) February 26, 2025 Marsch vildi ræða þetta þar sem hann væri nú sjálfur Bandaríkjamaður en hefði kynnst Kanada á eigin skinni undanfarið. „Finnst þessi umræða óþægileg og hreinlega skammarleg. Kanada er sterk og sjálfstæð þjóð þar sem háttprýði er í hávegum höfð. Kanada er jafnframt land sem metur siðferði og virðingu. Það er eitthvað annað en klofið, dónalegt og nú oft hatursfullt loftslag Bandaríkjanna.“ Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada „Ef ég ætti að senda forsetanum ein skilaboð þá væri það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada ætti að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og skeytingarleysið sem við höfum sýnt einum af okkar elsta, sterkasta og hliðhollasta bandamanni,“ sagði Marsch og hélt áfram.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Kanada Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira