Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar 3. mars 2025 07:45 Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun