Skoðun

Nýtum at­kvæði okkar VR-ingar

Ásgeir Geirsson skrifar

Kosningar eru í nánd í einu stærsta verkalýðsfélagi landsins VR, almennir félagsmenn hafa kost á því að velja nýja forystu og nýjan formann. Við erum einstaklega heppin með það sterka fólk sem hefur boðið sig fram til að leiða okkur, á erfiðum tímum er sterk verkalýðs forysta sérlega mikilvæg.

Halla Gunnarsdóttir er ein af þeim afbragðs aðilum sem er í framboði til formanns og mun ég styðja hana. Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að starfa með henni í versluninni Kokku á Laugavegi. Hún hefur einstaklega góða nærveru og það er gott að vinna með henni. Hún tekur frumkvæði og er sterk þegar kemur að samvinnu. Slíkt myndi ég halda að væri ákjósanlegur kostur þegar kemur að því að leiða fólk saman. Hún er reyndar til vinstri á hinu pólítísk. En ég tel að það gæti unnið vel með henni í því litrófi sem hefur myndast í innlendum stjórnmálum, þar sem litrófið er sérlega litlaust og varla líklegt til stórrræða fyrir okkur almúgan. Hún er réttsýn og vill félagsmönnum hið allra besta og mun standa með okkur, á tímum þegar vextir virðast ætla bara að hækka ásamt aukinni skattheimtu er mikilvægt að vera með formann sem stendur með almenningi gegn ofurhagsmunabrölti ríkis og stórfyrirtækja. Ég tel líklegt að hún muni vera góður málsvari okkar í kjarasamninga gerð á tímum þar sem almenn fátækt er staðreynd.

Við getum haft áhrif til góðs við kjör á nýrri forystu fyrir félagið okkar, nýtum réttinn okkar til áhrifa og kjósum.

Höfundur er samstarfsmaður Höllu Gunnarsdóttur í versluninni Kokku.




Skoðun

Sjá meira


×