Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir skrifar 7. mars 2025 07:31 Ég fagna því að Halla skuli gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í VR. Hún hefur sýnt að hún er öflugur formaður og talsmaður hagsmuna VR-inga. Í hreyfingu, sem var lengi vel nær eingöngu stýrt af ráðsettum körlum, er tekið eftir ungum konum eins og Höllu og það skiptir máli fyrir okkur öll. Í félaginu er stór hópur af ungu fólki, bæði í fullu starfi og vinnu með námi, sem veltir því ekki mikið fyrir sér hvað VR er eða af hverju stéttarfélög skipta máli. Þennan hóp getur Halla virkjað með því að tala áfram um þau mál sem á okkur brenna, bæði núna og í nánustu framtíð. Húsnæðismarkaðurinn er ekki glæsilegur fyrir ungt fólk í dag sem vill stofna eigið heimili, hvort sem er með því að leigja eða kaupa húsnæði. Sem stærsta stéttarfélag landsins á VR að hafa mikið vægi í umræðunni um lausnir og til þess þarf rödd félagsins að heyrast. Halla talar um húsnæðismálin með skýrum hætti þannig að allir skilja. Hún hefur líka reynslu og þekkingu af heildarsamtökum launafólks, ASÍ. Þar á VR að vera í lykilhlutverki og stuðla að samstöðu til að koma mikilvægustu málum áfram. Áhugaleysi ungs fólk um stéttarfélög fylgir því miður of oft lítil þekking á helstu kjara- og réttindamálum sem gerir okkur berskjaldaðri en aðra fyrir tilraunum til að hafa af okkur umsamin kjör. Tilboð um “jafnaðarlaun” fyrir vinnu sem fer meira og minna fram á kvöldin eða um helgar er dæmi um slíkar tilraunir. Með því að ná til okkar og vekja áhuga á stéttarfélaginu og því sem það gerir er um leið verið að stuðla að heilbrigðari vinnumarkaði. Stutt fræðslumyndbönd eins og þau sem Halla hefur verið að birta núna fyrir formannskjörið í VR er dæmi um efni sem við þurfum meira af. Ég vil því hvetja allt ungt fólk til að kanna fyrst félagsaðild sína og í framhaldinu skora á VRinga að kynna sér málin og kjósa. Allt um Höllu er á www.halla.is og svo er afar einfalt að kjósa á netinu frá 6. mars og fram að hádegi 13. mars. Kosningin er á www.vr.is. Höfundur er félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna því að Halla skuli gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í VR. Hún hefur sýnt að hún er öflugur formaður og talsmaður hagsmuna VR-inga. Í hreyfingu, sem var lengi vel nær eingöngu stýrt af ráðsettum körlum, er tekið eftir ungum konum eins og Höllu og það skiptir máli fyrir okkur öll. Í félaginu er stór hópur af ungu fólki, bæði í fullu starfi og vinnu með námi, sem veltir því ekki mikið fyrir sér hvað VR er eða af hverju stéttarfélög skipta máli. Þennan hóp getur Halla virkjað með því að tala áfram um þau mál sem á okkur brenna, bæði núna og í nánustu framtíð. Húsnæðismarkaðurinn er ekki glæsilegur fyrir ungt fólk í dag sem vill stofna eigið heimili, hvort sem er með því að leigja eða kaupa húsnæði. Sem stærsta stéttarfélag landsins á VR að hafa mikið vægi í umræðunni um lausnir og til þess þarf rödd félagsins að heyrast. Halla talar um húsnæðismálin með skýrum hætti þannig að allir skilja. Hún hefur líka reynslu og þekkingu af heildarsamtökum launafólks, ASÍ. Þar á VR að vera í lykilhlutverki og stuðla að samstöðu til að koma mikilvægustu málum áfram. Áhugaleysi ungs fólk um stéttarfélög fylgir því miður of oft lítil þekking á helstu kjara- og réttindamálum sem gerir okkur berskjaldaðri en aðra fyrir tilraunum til að hafa af okkur umsamin kjör. Tilboð um “jafnaðarlaun” fyrir vinnu sem fer meira og minna fram á kvöldin eða um helgar er dæmi um slíkar tilraunir. Með því að ná til okkar og vekja áhuga á stéttarfélaginu og því sem það gerir er um leið verið að stuðla að heilbrigðari vinnumarkaði. Stutt fræðslumyndbönd eins og þau sem Halla hefur verið að birta núna fyrir formannskjörið í VR er dæmi um efni sem við þurfum meira af. Ég vil því hvetja allt ungt fólk til að kanna fyrst félagsaðild sína og í framhaldinu skora á VRinga að kynna sér málin og kjósa. Allt um Höllu er á www.halla.is og svo er afar einfalt að kjósa á netinu frá 6. mars og fram að hádegi 13. mars. Kosningin er á www.vr.is. Höfundur er félagi í VR.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar