Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 10:20 Vinstra megin má sjá „heilbrigða“ stafýlókokkaveiru en hægra megin hefur ytra lag hennar verið rofið af peptíðum meltikornanna. Weizmann Institute of Science Vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekkta virkni ónæmiskerfisins, sem sérfræðingar segja mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja. Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsókna vísindamanna í Ísrael er varða svokölluð meltikorn (e. proteasome), sem finna má í öllum frumum líkamans. Meginhlutverk þeirra er að brjóta niður gömul prótín til „endurvinnslu“ en meltikornin virðast auk þess nema það þegar fruman hefur verið sýkt af bakteríu. Komið hefur í ljós að meltikornin bregðast þá við með því að umbreyta gömlu prótíni í „vopn“, sem getur rofið ytri lög bakteríunnar og eytt henni. „Þetta er mjög spennandi, því við vissum ekki að þetta væri að gerast,“ segir prófessorinn Yifat Merbl, við Weizmann Institute of Science. „Við höfum uppgötvað frumlega ónæmisvirkni sem veitir okkur vernd gegn bakteríusýkingum.“ Um sé að ræða nýja uppsprettu náttúrulegra sýklalyfja, sem vísindamennirnir hafa þegar prófað gegn bakteríum ræktuðum í tilraunastofu og lungnabólgu og sýklasótt í músum. New immune mechanism revealed in the Cellular Trash. The discovery, led by Prof. Yifat Merbl’s lab, holds promise in light of the growing resistance to antibiotics >> https://t.co/zn3M8WX0hw @YMerbl @Sys_Immunology pic.twitter.com/lbzfR11Sfs— Weizmann Institute (@WeizmannScience) March 5, 2025 BBC hefur eftir Daniel Davis, ónæmisfræðingi við Imperial College London, að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar, þar sem þær breyti skilningi manna á því hvernig líkaminn berst gegn sýkingum. Hann segir það hins vegar munu taka tíma að nýta uppgötvunina til sýklalyfjaframleiðslu. Lindsey Edwards, sérfræðingur í örverufræði við King's College London, segir um að ræða mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja og segir ótrúlegt að hún hafi fundist í mannslíkamanum sjálfum. Edwards bendir enn fremur á að notkun meltikorna í lyfjaframleiðslu gæti reynst auðveldari en aðrar aðferðir í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, þar sem þau væru þegar til staðar í líkamanum og öruggari að því leyti. Ísrael Bretland Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsókna vísindamanna í Ísrael er varða svokölluð meltikorn (e. proteasome), sem finna má í öllum frumum líkamans. Meginhlutverk þeirra er að brjóta niður gömul prótín til „endurvinnslu“ en meltikornin virðast auk þess nema það þegar fruman hefur verið sýkt af bakteríu. Komið hefur í ljós að meltikornin bregðast þá við með því að umbreyta gömlu prótíni í „vopn“, sem getur rofið ytri lög bakteríunnar og eytt henni. „Þetta er mjög spennandi, því við vissum ekki að þetta væri að gerast,“ segir prófessorinn Yifat Merbl, við Weizmann Institute of Science. „Við höfum uppgötvað frumlega ónæmisvirkni sem veitir okkur vernd gegn bakteríusýkingum.“ Um sé að ræða nýja uppsprettu náttúrulegra sýklalyfja, sem vísindamennirnir hafa þegar prófað gegn bakteríum ræktuðum í tilraunastofu og lungnabólgu og sýklasótt í músum. New immune mechanism revealed in the Cellular Trash. The discovery, led by Prof. Yifat Merbl’s lab, holds promise in light of the growing resistance to antibiotics >> https://t.co/zn3M8WX0hw @YMerbl @Sys_Immunology pic.twitter.com/lbzfR11Sfs— Weizmann Institute (@WeizmannScience) March 5, 2025 BBC hefur eftir Daniel Davis, ónæmisfræðingi við Imperial College London, að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar, þar sem þær breyti skilningi manna á því hvernig líkaminn berst gegn sýkingum. Hann segir það hins vegar munu taka tíma að nýta uppgötvunina til sýklalyfjaframleiðslu. Lindsey Edwards, sérfræðingur í örverufræði við King's College London, segir um að ræða mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja og segir ótrúlegt að hún hafi fundist í mannslíkamanum sjálfum. Edwards bendir enn fremur á að notkun meltikorna í lyfjaframleiðslu gæti reynst auðveldari en aðrar aðferðir í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, þar sem þau væru þegar til staðar í líkamanum og öruggari að því leyti.
Ísrael Bretland Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira