Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. mars 2025 15:00 Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar