Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 16:53 Met sætanýting var hjá Icelandair í febrúar. Vísir/Vilhelm Icelandair flutti 251 þúsund farþega í febrúar 2025, 7% fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst um 8%. Þar af voru 40% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 33% ferðuðust um Ísland og 7% innan Íslands. Sætanýting hefur aldrei verið betri í febrúarmánuði eða 79,8% og stundvísi nam 80,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að tekjur á hvern seldan sætiskílómetra (e. yield) hafi numið 8,0 bandarískum sentum og hafi lækkað samanborið við febrúar á síðasta ári en betri sætanýting vó hins vegar upp á móti þessari lækkun, sem skilaði sér í svipuðum farþegaeiningatekjum og í fyrra. Þá segir einnig að seldir blokktímar í leiguflugi hafi verið 27% fleiri en í febrúar í fyrra en fraktflutningar hafi dregist saman um 10%. Þá dróst kolefnislosun á hvern tonnkílómetra saman um 6% samanborið við febrúar í fyrra vegna betri sætanýtingar og fleiri ferða á hagkvæmari B737 MAX og A321 LR vélum. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningu að það sé ánægjulegt að geta enn og aftur greint frá jákvæðri þróun í farþegatölum þeirra, sem endurspegli mikið traust viðskiptavina til Icelandair og virði þeirra þjónustu. Hann segir að sætanýting í febrúar hafi verið met, á sama tíma og framboð jókst um 8% milli ára. Bogi heldur áfram. „Þá hófum við farmiðasölu með nýjasta samstarfsfélagi okkar, Southwest Airlines. Samstarfið opnar nýja og betri tengimöguleika fyrir farþega við fjölda markaða í Norður-Ameríku, fyrst um sinn í gegnum Baltimore flugvöll. Nú þegar höfum við fengið bókanir frá 43 flugvöllum í Bandaríkjunum.“ „Við hlökkum til sumarvertíðarinnar og er undirbúningur nú þegar í fullum gangi. Við tókum á móti annarri Airbus flugvél í lok síðustu viku og gerum við ráð fyrir því að taka á móti tveimur vélum til viðbótar á næstu mánuðum,“ segir forstjórinn kátur með sætanýtinguna. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þar segir að tekjur á hvern seldan sætiskílómetra (e. yield) hafi numið 8,0 bandarískum sentum og hafi lækkað samanborið við febrúar á síðasta ári en betri sætanýting vó hins vegar upp á móti þessari lækkun, sem skilaði sér í svipuðum farþegaeiningatekjum og í fyrra. Þá segir einnig að seldir blokktímar í leiguflugi hafi verið 27% fleiri en í febrúar í fyrra en fraktflutningar hafi dregist saman um 10%. Þá dróst kolefnislosun á hvern tonnkílómetra saman um 6% samanborið við febrúar í fyrra vegna betri sætanýtingar og fleiri ferða á hagkvæmari B737 MAX og A321 LR vélum. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningu að það sé ánægjulegt að geta enn og aftur greint frá jákvæðri þróun í farþegatölum þeirra, sem endurspegli mikið traust viðskiptavina til Icelandair og virði þeirra þjónustu. Hann segir að sætanýting í febrúar hafi verið met, á sama tíma og framboð jókst um 8% milli ára. Bogi heldur áfram. „Þá hófum við farmiðasölu með nýjasta samstarfsfélagi okkar, Southwest Airlines. Samstarfið opnar nýja og betri tengimöguleika fyrir farþega við fjölda markaða í Norður-Ameríku, fyrst um sinn í gegnum Baltimore flugvöll. Nú þegar höfum við fengið bókanir frá 43 flugvöllum í Bandaríkjunum.“ „Við hlökkum til sumarvertíðarinnar og er undirbúningur nú þegar í fullum gangi. Við tókum á móti annarri Airbus flugvél í lok síðustu viku og gerum við ráð fyrir því að taka á móti tveimur vélum til viðbótar á næstu mánuðum,“ segir forstjórinn kátur með sætanýtinguna.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira