Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 12. mars 2025 09:00 Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun