Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar 8. mars 2025 23:30 Að undanförnu hefur umræða um varnar- og öryggismál orðið háværari, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér. Í því samhengi hefur verið rætt um hvernig Ísland geti styrkt eigin varnir. Utanríkisráðherra hefur ekki útilokað varanlega viðveru varnarliðs og vill efla innlenda greiningargetu. Undirritaður telur skynsamlegt að stofna íslenskt varnarlið með stöðu hers og til að efla greiningargetu á sviði öryggis- og varnarmála er nærtækast að stofna leyniþjónustu með getu til gagnnjósna. Slíkt virðist þó vera tabú í íslenskri umræðu, og þess í stað er iðulega talað um að efla Landhelgisgæsluna og lögregluna. Þótt það sé skynsamlegt út frá frumskyldu ríkisins um vernd borgaranna, þá orkar það tvímælis ef þessar stofnanir eiga að taka að sér hernaðarlegra hlutverk í meira mæli en nú og jafnvel að geta tekið þátt í vörnum landsins. Afleiðingar beinnar þátttöku í hernaði Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, eins og hann er settur fram í Genfarsamningunum frá 1949 og viðbótarbókunum frá 1977, geta lögreglusveitir (þar með talið íslenska lögreglan og Landhelgisgæslan) við ákveðnar aðstæður tekið þátt í hernaðaraðgerðum, bæði alþjóðlegum og í innanlandsátökum. Slík aðkoma hefur þó alvarleg lagaleg áhrif, þar sem alþjóðlegur mannúðarréttur gerir skýran greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðandi aðilum (combatants). Venjulegir lögreglumenn teljast óbreyttir borgarar nema þeir séu formlega kallaðir í herinn eða taki beinan þátt í hernaðarátökum. Í slíkum tilfellum glata þeir réttarstöðu sinni sem óbreyttir borgarar og verða lögmæt skotmörk, rétt eins og hermenn. Þetta á sérstaklega við um lögreglusveitir sem gegna bæði borgaralegu og hernaðarlegu hlutverki, líkt og þjóðvarðlið í sumum ríkjum. Slíkar sveitir geta verið kallaðar til herþjónustu ef á reynir. Ef það er gert hvílir ákveðin tilkynningarskylda á ríki, sbr. 2. mgr. 43. gr. viðbótarbókunar I frá 1977. Ef Ísland myndi ákveða að fela lögreglunni eða Landhelgisgæslunni aukið hernaðarlegt hlutverk, gæti það því leitt til þess að starfsmenn þessara stofnana yrðu skotmörk í vopnuðum átökum. Lögmæt skotmörk í átökum Samkvæmt 51. gr. umræddrar viðbótarbókunar missa óbreyttir borgarar, þar á meðal lögreglumenn, vernd sína gegn árásum ef þeir taka beinan þátt í hernaði. Þetta getur falið í sér þátttöku í bardögum, upplýsingaöflun í þágu hers eða annan hernaðarlegan stuðning, hvort sem er fyrir innlent eða erlent herlið. Þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum njóta réttarstöðu stríðsfanga ef þeir eru teknir höndum og verða að fara eftir alþjóðlegum mannúðarrétti, þar á meðal þeim reglum sem gilda um hernað. Sama lögmál gildir um lögreglusveitir í staðbundnum vopnuðum átökum, eins og borgarastríðum, Í slíkum tilvikum gæti lögreglan verið talin stríðandi aðili og sætt sömu meðferð og hermenn af hálfu óvina. Heiðarleg umræða Ef Ísland vill efla eigin varnir í gegnum Landhelgisgæsluna og lögregluna, verður að útskýra mjög nákvæmlega hver hugmyndin með því er. Slík stefna kallar á skýra afmörkun hlutverka þessara stofnana og þarf að vera byggð á raunhæfu mati á því hvort þær geti sinnt auknu hernaðarlegu hlutverki og hvort það sé æskilegt. Ef markmiðið er að auka varnir gegn ytri ógnum, verður jafnframt að vera hægt að ræða af hreinskilni kosti og galla þess að stofna her. Það virðist hins vegar ríkja almenn hræðsla við slíka umræðu, eins og hugmyndin um íslenskan her sé svo ógnvænleg að hún komi ekki einu sinni til greina. Fyrir utan það að nokkurs misskilnings gætir hjá mörgum um hlutverk og starfsemi herja í nútímanum. Þessi viðhorf setja íslenska ráðamenn í erfiða stöðu. Þeir sem reyna að ræða þessi mál af yfirvegun eiga á hættu að verða atyrtir. Afleiðingin er sú að öryggismálin festast í óljósum málamiðlunum, þar sem stefna er mótuð án þess að viðurkenna raunverulega þörf eða mögulegar afleiðingar. Ef Ísland telur sig þurfa raunverulegan varnarviðbúnað, er ekkert rökrétt við að reyna að koma honum fyrir innan borgaralegra stofnana sem hafa allt annað hlutverk og njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Það er bæði heiðarlegra og skynsamlegra að taka þessa umræðu af festu og ræða kosti og galla þess að stofna her fremur en að forðast hana með ómarkvissum tilraunum til varnaruppbyggingar. Þegar á reynir, gæti komið í ljós að allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Bjarni Már Magnússon Lögreglan Landhelgisgæslan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um varnar- og öryggismál orðið háværari, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér. Í því samhengi hefur verið rætt um hvernig Ísland geti styrkt eigin varnir. Utanríkisráðherra hefur ekki útilokað varanlega viðveru varnarliðs og vill efla innlenda greiningargetu. Undirritaður telur skynsamlegt að stofna íslenskt varnarlið með stöðu hers og til að efla greiningargetu á sviði öryggis- og varnarmála er nærtækast að stofna leyniþjónustu með getu til gagnnjósna. Slíkt virðist þó vera tabú í íslenskri umræðu, og þess í stað er iðulega talað um að efla Landhelgisgæsluna og lögregluna. Þótt það sé skynsamlegt út frá frumskyldu ríkisins um vernd borgaranna, þá orkar það tvímælis ef þessar stofnanir eiga að taka að sér hernaðarlegra hlutverk í meira mæli en nú og jafnvel að geta tekið þátt í vörnum landsins. Afleiðingar beinnar þátttöku í hernaði Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, eins og hann er settur fram í Genfarsamningunum frá 1949 og viðbótarbókunum frá 1977, geta lögreglusveitir (þar með talið íslenska lögreglan og Landhelgisgæslan) við ákveðnar aðstæður tekið þátt í hernaðaraðgerðum, bæði alþjóðlegum og í innanlandsátökum. Slík aðkoma hefur þó alvarleg lagaleg áhrif, þar sem alþjóðlegur mannúðarréttur gerir skýran greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðandi aðilum (combatants). Venjulegir lögreglumenn teljast óbreyttir borgarar nema þeir séu formlega kallaðir í herinn eða taki beinan þátt í hernaðarátökum. Í slíkum tilfellum glata þeir réttarstöðu sinni sem óbreyttir borgarar og verða lögmæt skotmörk, rétt eins og hermenn. Þetta á sérstaklega við um lögreglusveitir sem gegna bæði borgaralegu og hernaðarlegu hlutverki, líkt og þjóðvarðlið í sumum ríkjum. Slíkar sveitir geta verið kallaðar til herþjónustu ef á reynir. Ef það er gert hvílir ákveðin tilkynningarskylda á ríki, sbr. 2. mgr. 43. gr. viðbótarbókunar I frá 1977. Ef Ísland myndi ákveða að fela lögreglunni eða Landhelgisgæslunni aukið hernaðarlegt hlutverk, gæti það því leitt til þess að starfsmenn þessara stofnana yrðu skotmörk í vopnuðum átökum. Lögmæt skotmörk í átökum Samkvæmt 51. gr. umræddrar viðbótarbókunar missa óbreyttir borgarar, þar á meðal lögreglumenn, vernd sína gegn árásum ef þeir taka beinan þátt í hernaði. Þetta getur falið í sér þátttöku í bardögum, upplýsingaöflun í þágu hers eða annan hernaðarlegan stuðning, hvort sem er fyrir innlent eða erlent herlið. Þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum njóta réttarstöðu stríðsfanga ef þeir eru teknir höndum og verða að fara eftir alþjóðlegum mannúðarrétti, þar á meðal þeim reglum sem gilda um hernað. Sama lögmál gildir um lögreglusveitir í staðbundnum vopnuðum átökum, eins og borgarastríðum, Í slíkum tilvikum gæti lögreglan verið talin stríðandi aðili og sætt sömu meðferð og hermenn af hálfu óvina. Heiðarleg umræða Ef Ísland vill efla eigin varnir í gegnum Landhelgisgæsluna og lögregluna, verður að útskýra mjög nákvæmlega hver hugmyndin með því er. Slík stefna kallar á skýra afmörkun hlutverka þessara stofnana og þarf að vera byggð á raunhæfu mati á því hvort þær geti sinnt auknu hernaðarlegu hlutverki og hvort það sé æskilegt. Ef markmiðið er að auka varnir gegn ytri ógnum, verður jafnframt að vera hægt að ræða af hreinskilni kosti og galla þess að stofna her. Það virðist hins vegar ríkja almenn hræðsla við slíka umræðu, eins og hugmyndin um íslenskan her sé svo ógnvænleg að hún komi ekki einu sinni til greina. Fyrir utan það að nokkurs misskilnings gætir hjá mörgum um hlutverk og starfsemi herja í nútímanum. Þessi viðhorf setja íslenska ráðamenn í erfiða stöðu. Þeir sem reyna að ræða þessi mál af yfirvegun eiga á hættu að verða atyrtir. Afleiðingin er sú að öryggismálin festast í óljósum málamiðlunum, þar sem stefna er mótuð án þess að viðurkenna raunverulega þörf eða mögulegar afleiðingar. Ef Ísland telur sig þurfa raunverulegan varnarviðbúnað, er ekkert rökrétt við að reyna að koma honum fyrir innan borgaralegra stofnana sem hafa allt annað hlutverk og njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Það er bæði heiðarlegra og skynsamlegra að taka þessa umræðu af festu og ræða kosti og galla þess að stofna her fremur en að forðast hana með ómarkvissum tilraunum til varnaruppbyggingar. Þegar á reynir, gæti komið í ljós að allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun