Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 12:05 Jóhanna kallar eftir stefnu og markvissum aðgerðum til að sporna við neyslu tóbaks og nikótíns. „Við getum aftur orðið fremst meðal þjóða í tóbaksvörnum en til þess þurfum við hugrakka stjórnmálamenn sem þora að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir.“ Þetta segir Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Læknablaðið. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er fjallað um þá staðreynd að Ísland býr ekki að opinberri stefnu í tóbaksvörnum. „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Starfshópur sem skipaður var árið 2013 um stefnumörkun í tóbaksvörnum hafi skilað drögum árið 2015 en stefnumótunin aldrei verið kynnt. „Samkvæmt Rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir, sem Ísland fullgilti árið 2004, ber Íslandi að setja sér stefnu í málaflokknum,“ segir Viðar. „Ísland hefur tekið þátt í norrænu samstarfi um langt skeið og er mjög mikilvægt að Ísland fylgist vel með þeim leiðum sem færar eru til að draga úr þeim skaða sem hlotist getur af notkun tóbaks og nikótíns.“ Hægt að grípa til ýmissa ráða Bæði Viðar og Jóhanna Sigríður benda á að þrátt fyrir að reykingar hafi verið á undanhaldi hafi nýjar vörur komið á markaðinn; rafsígarettur og nikótínpúðar. „Tóbaksframleiðendurnir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og finna alltaf leið til að útbúa vöru svo þeir tapi engu úr sínum aski,“ segir Jóhanna. Hún segir sárlega vanta stefnu í tóbaksvörnum; það sé skylda samfélagsins að byrgja brunninn og gera allt sem mögulegt er til að fyrirbyggja að börn og ungmenni ánetjist tóbaki. „Við þurfum að hækka álögur á tóbak; verð á sígarettupakka er til að mynda mun lægra hér en á Norðurlöndunum. Hlutfall skatta á tóbak af smásöluverði er lægst hér af Norðurlöndunum. Við þurfum að koma á einsleitum pakkningum fyrir allar tóbaksvörur ásamt því að banna bragðefni. Við þurfum að minnka aðgengi að tóbaksvörunum og koma á banni við sölu á netinu. Eins þarf að fækka söluaðilum og selja einungis í sérverslunum,“ segir Jóhanna. Tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Þetta segir Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Læknablaðið. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er fjallað um þá staðreynd að Ísland býr ekki að opinberri stefnu í tóbaksvörnum. „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Starfshópur sem skipaður var árið 2013 um stefnumörkun í tóbaksvörnum hafi skilað drögum árið 2015 en stefnumótunin aldrei verið kynnt. „Samkvæmt Rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir, sem Ísland fullgilti árið 2004, ber Íslandi að setja sér stefnu í málaflokknum,“ segir Viðar. „Ísland hefur tekið þátt í norrænu samstarfi um langt skeið og er mjög mikilvægt að Ísland fylgist vel með þeim leiðum sem færar eru til að draga úr þeim skaða sem hlotist getur af notkun tóbaks og nikótíns.“ Hægt að grípa til ýmissa ráða Bæði Viðar og Jóhanna Sigríður benda á að þrátt fyrir að reykingar hafi verið á undanhaldi hafi nýjar vörur komið á markaðinn; rafsígarettur og nikótínpúðar. „Tóbaksframleiðendurnir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og finna alltaf leið til að útbúa vöru svo þeir tapi engu úr sínum aski,“ segir Jóhanna. Hún segir sárlega vanta stefnu í tóbaksvörnum; það sé skylda samfélagsins að byrgja brunninn og gera allt sem mögulegt er til að fyrirbyggja að börn og ungmenni ánetjist tóbaki. „Við þurfum að hækka álögur á tóbak; verð á sígarettupakka er til að mynda mun lægra hér en á Norðurlöndunum. Hlutfall skatta á tóbak af smásöluverði er lægst hér af Norðurlöndunum. Við þurfum að koma á einsleitum pakkningum fyrir allar tóbaksvörur ásamt því að banna bragðefni. Við þurfum að minnka aðgengi að tóbaksvörunum og koma á banni við sölu á netinu. Eins þarf að fækka söluaðilum og selja einungis í sérverslunum,“ segir Jóhanna.
Tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira