Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 10:35 Það er á forgangslista stjórnvalda vestanhafs að koma jarðefnaeldsneytisframleiðslu aftur í fullan gang, þvert á það sem unnið hefur verið að síðustu ár. Getty/Universal Images/Jim West Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki. Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum. Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum.
Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira