Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2025 08:01 Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun