Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 16. mars 2025 20:01 Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri. Innri samskipti: Sjálfsskilningur og viðhorf Samskipti við aðra hefjast á því hvernig við tölum við sjálf okkur. Innri samskipti eru hugsanir okkar, viðhorf og hvernig við túlkum aðstæður. Neikvætt sjálfstal getur dregið úr sjálfstrausti og hamlað tjáningu, á meðan jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal eykur sjálfstraust og styrkir samskiptahæfni. Þess vegna er mikilvægt að æfa sig í að hlusta á eigin hugsanir og leiðrétta óhjálplegt mynstur. Leiðtogar sem vinna markvisst með sjálfsþekkingu og sjálfsþjálfun verða betri í að lesa í aðstæður, tjá sig skýrt og skapa traust í samskiptum. Með aukinni meðvitund um eigin tilfinningar og viðbrögð geta þeir tekist á við ágreining með ró og hlutlægni, sem leiðir til betri samskipta við samstarfsfólk. Ytri samskipti: Tjáning og hlustun Góð samskipti byggjast á tveimur meginþáttum: skýrri tjáningu og virkri hlustun. Skýr tjáning snýst ekki aðeins um að koma hugsunum sínum á framfæri heldur einnig um að taka tillit til viðtakandans. Hvernig orðin eru valin, tónn raddarinnar, andlitsfall og líkamstjáning skipta öllu máli í samskiptum. Virðing og hlustun eru jafn mikilvæg. Margir eru uppteknir af því að undirbúa sitt næsta svar í stað þess að hlusta af einlægni. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hlustað á það eykst traust, samvinna batnar og samband við stjórnendur styrkist. Mannauðsfólk og leiðtogar geta haft mikil áhrif með því að sýna virka hlustun og spyrja opnar spurningar sem stuðla að dýpri umræðum. Samskipti sem lykill að vellíðan Léleg samskipti geta valdið misskilningi, átökum og óöryggi á vinnustað, en góð samskipti stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan starfsfólks. Þegar einstaklingar fá rými til að tjá sig án ótta við dómhörku skapast traust og samhugur/samkennd. Rannsóknir sýna að góð samskipti minnka streitu og auka starfsánægju. Fyrirtæki sem fjárfesta í samskiptaþjálfun fyrir starfsfólk og leiðtoga sjá oft meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukna framleiðni. Þegar fólk hefur tækin og tól til að eiga opinská og heiðarleg samskipti verða vinnustaðir heilbrigðari og árangursríkari. Samskiptaþjálfun: Vegvísir að árangri Samskipti er hæfni sem hægt er að þjálfa. Með markvissri þjálfun í samskiptum geta einstaklingar bætt sjálfsskilning, hlustun og tjáningu sína. Leiðtogar sem tileinka sér jákvæð samskiptamynstur og hvetja aðra til þess, skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tala saman, skiptast á skoðunum og vinna saman að lausnum. Það verður til sálfræðilegt öryggi. Mannauðsstjórar hafa mikilvægt hlutverk í að innleiða og viðhalda jákvæðri samskiptamenningu innan vinnustaða. Með því að þjálfa stjórnendur/leiðtoga í að eiga uppbyggileg samtöl, leysa ágreining með jákvæðum hætti og veita skýra og hvetjandi endurgjöf, er hægt að byggja upp sterkari og heilbrigðari vinnustað. Niðurstaða Samskipti eru grunnurinn að vel heppnuðu og heilbrigðu vinnuumhverfi. Með því að þjálfa bæði innri og ytri samskipti eykst vellíðan, starfsánægja og árangur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á samskiptahæfni og hlúa að jákvæðum samskiptum skapa vinnustað þar sem starfsfólk þrífst, leiðtogar dafna og markmið nást auðveldlega. Höfundur er leiðtoga- og stjórnendaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri. Innri samskipti: Sjálfsskilningur og viðhorf Samskipti við aðra hefjast á því hvernig við tölum við sjálf okkur. Innri samskipti eru hugsanir okkar, viðhorf og hvernig við túlkum aðstæður. Neikvætt sjálfstal getur dregið úr sjálfstrausti og hamlað tjáningu, á meðan jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal eykur sjálfstraust og styrkir samskiptahæfni. Þess vegna er mikilvægt að æfa sig í að hlusta á eigin hugsanir og leiðrétta óhjálplegt mynstur. Leiðtogar sem vinna markvisst með sjálfsþekkingu og sjálfsþjálfun verða betri í að lesa í aðstæður, tjá sig skýrt og skapa traust í samskiptum. Með aukinni meðvitund um eigin tilfinningar og viðbrögð geta þeir tekist á við ágreining með ró og hlutlægni, sem leiðir til betri samskipta við samstarfsfólk. Ytri samskipti: Tjáning og hlustun Góð samskipti byggjast á tveimur meginþáttum: skýrri tjáningu og virkri hlustun. Skýr tjáning snýst ekki aðeins um að koma hugsunum sínum á framfæri heldur einnig um að taka tillit til viðtakandans. Hvernig orðin eru valin, tónn raddarinnar, andlitsfall og líkamstjáning skipta öllu máli í samskiptum. Virðing og hlustun eru jafn mikilvæg. Margir eru uppteknir af því að undirbúa sitt næsta svar í stað þess að hlusta af einlægni. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hlustað á það eykst traust, samvinna batnar og samband við stjórnendur styrkist. Mannauðsfólk og leiðtogar geta haft mikil áhrif með því að sýna virka hlustun og spyrja opnar spurningar sem stuðla að dýpri umræðum. Samskipti sem lykill að vellíðan Léleg samskipti geta valdið misskilningi, átökum og óöryggi á vinnustað, en góð samskipti stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan starfsfólks. Þegar einstaklingar fá rými til að tjá sig án ótta við dómhörku skapast traust og samhugur/samkennd. Rannsóknir sýna að góð samskipti minnka streitu og auka starfsánægju. Fyrirtæki sem fjárfesta í samskiptaþjálfun fyrir starfsfólk og leiðtoga sjá oft meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukna framleiðni. Þegar fólk hefur tækin og tól til að eiga opinská og heiðarleg samskipti verða vinnustaðir heilbrigðari og árangursríkari. Samskiptaþjálfun: Vegvísir að árangri Samskipti er hæfni sem hægt er að þjálfa. Með markvissri þjálfun í samskiptum geta einstaklingar bætt sjálfsskilning, hlustun og tjáningu sína. Leiðtogar sem tileinka sér jákvæð samskiptamynstur og hvetja aðra til þess, skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tala saman, skiptast á skoðunum og vinna saman að lausnum. Það verður til sálfræðilegt öryggi. Mannauðsstjórar hafa mikilvægt hlutverk í að innleiða og viðhalda jákvæðri samskiptamenningu innan vinnustaða. Með því að þjálfa stjórnendur/leiðtoga í að eiga uppbyggileg samtöl, leysa ágreining með jákvæðum hætti og veita skýra og hvetjandi endurgjöf, er hægt að byggja upp sterkari og heilbrigðari vinnustað. Niðurstaða Samskipti eru grunnurinn að vel heppnuðu og heilbrigðu vinnuumhverfi. Með því að þjálfa bæði innri og ytri samskipti eykst vellíðan, starfsánægja og árangur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á samskiptahæfni og hlúa að jákvæðum samskiptum skapa vinnustað þar sem starfsfólk þrífst, leiðtogar dafna og markmið nást auðveldlega. Höfundur er leiðtoga- og stjórnendaþjálfi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun