Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. mars 2025 16:12 Ungir sem aldnir geta glímt við heyrnarskerðingu. Hún getur verið allt frá mildri heyrnarskerðingu yfir í mjög alvarlega. Vísir/Vilhelm Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar. Greint er frá skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí á liðnu ári, í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að áhersla sé lögð á notendavæna þjónustu sem taki mið af alvarleika heyrnarskerðingar notendanna og að þjónustan sé veitt í samræmi við það á viðeigandi þjónustustigi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að heyrnarskerðing sé vaxandi sem hafi áhrif á einn af hverjum fimm íbúum landsins. Rúm 60 prósent þeirra sé fólk sem er eldri en 50 ára. „Með hækkandi aldri þjóðarinnar hefur heyrnarskerðing nær tvöfaldast á síðustu 45 árum,“ segir einnig. Um 35 þúsund manns þurfi heyrnarþjónustu eftir fimm ár Tölur um fjölda heyrnarskertra á Íslandi liggi ekki fyrir en gögn úr nýlegri rannsókn um algengi heyrnarskerðingar bendi til þess að um 55 þúsund manns (um 14,3 prósent) séu með væga til mjög alvarlega heyrnarskerðingu. Af þeim fjölda séu um tólf þúsund manns með miðlungs til alvarlega heyrnarskerðingu og um 800 manns með alvarlega eða mjög alvarlega heyrnarskerðingu. „Reiknað er með að hérlendis muni um 35.000 manns þurfa á einhvers konar heyrnarþjónustu að halda árið 2030, einkum aldraðir,“ segir í tilkynningunni. Huga þurfi sérstaklega að þeim hópum sem eru með mikla heyrnarskerðingu og þurfa á samþættri sérfræðiþjónustu að halda. Um sjö prósent landsmanna þarfnist sértækra úrræða. Heyrnarskert börn í áttatíu gunnskólum landsins Starfshópurinn leggur áherslu á að við framkvæmd heyrnarþjónustu þurfi að huga að þáttum eins og búsetu og aðgengi að sérfræðiþjónustu. Bent sé á að um sjö prósent íbúa landsins séu með það mikla heyrnarskerðingu að hún krefjist sérstakra úrræða, heyrnar- og/eða hjálpartækja, eða annarrar þjónustu. Þeir dreifist um allt landið. „Stærsti einstaki hópurinn eru aldraðir einstaklingar með aldurstengt heyrnartap, en mikilvægt sé að huga að öðrum hópum sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heyrnarskerðingar eða heyrnarleysis. Til að mynda eru heyrnarskert börn í tæplega 80 grunnskólum vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningunni. Að mati hópsins sé mikilvægt að tryggja aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi, meðal annars í formi fræðslu, ráðgjafar og skimunar. Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Greint er frá skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí á liðnu ári, í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að áhersla sé lögð á notendavæna þjónustu sem taki mið af alvarleika heyrnarskerðingar notendanna og að þjónustan sé veitt í samræmi við það á viðeigandi þjónustustigi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að heyrnarskerðing sé vaxandi sem hafi áhrif á einn af hverjum fimm íbúum landsins. Rúm 60 prósent þeirra sé fólk sem er eldri en 50 ára. „Með hækkandi aldri þjóðarinnar hefur heyrnarskerðing nær tvöfaldast á síðustu 45 árum,“ segir einnig. Um 35 þúsund manns þurfi heyrnarþjónustu eftir fimm ár Tölur um fjölda heyrnarskertra á Íslandi liggi ekki fyrir en gögn úr nýlegri rannsókn um algengi heyrnarskerðingar bendi til þess að um 55 þúsund manns (um 14,3 prósent) séu með væga til mjög alvarlega heyrnarskerðingu. Af þeim fjölda séu um tólf þúsund manns með miðlungs til alvarlega heyrnarskerðingu og um 800 manns með alvarlega eða mjög alvarlega heyrnarskerðingu. „Reiknað er með að hérlendis muni um 35.000 manns þurfa á einhvers konar heyrnarþjónustu að halda árið 2030, einkum aldraðir,“ segir í tilkynningunni. Huga þurfi sérstaklega að þeim hópum sem eru með mikla heyrnarskerðingu og þurfa á samþættri sérfræðiþjónustu að halda. Um sjö prósent landsmanna þarfnist sértækra úrræða. Heyrnarskert börn í áttatíu gunnskólum landsins Starfshópurinn leggur áherslu á að við framkvæmd heyrnarþjónustu þurfi að huga að þáttum eins og búsetu og aðgengi að sérfræðiþjónustu. Bent sé á að um sjö prósent íbúa landsins séu með það mikla heyrnarskerðingu að hún krefjist sérstakra úrræða, heyrnar- og/eða hjálpartækja, eða annarrar þjónustu. Þeir dreifist um allt landið. „Stærsti einstaki hópurinn eru aldraðir einstaklingar með aldurstengt heyrnartap, en mikilvægt sé að huga að öðrum hópum sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heyrnarskerðingar eða heyrnarleysis. Til að mynda eru heyrnarskert börn í tæplega 80 grunnskólum vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningunni. Að mati hópsins sé mikilvægt að tryggja aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi, meðal annars í formi fræðslu, ráðgjafar og skimunar.
Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira