Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2025 13:02 Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun