Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar 18. mars 2025 10:16 Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Úlfarsson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun