Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 11:55 Aðgerðasinnar mótmæla lögunum í október síðastliðnum. Getty/Corbis/Simona Granati Samkynja par frá Ítalíu sem ferðaðist til Bandaríkjanna til að taka á móti barni sem staðgöngumóðir gekk með, þorir ekki að snúa heim vegna nýrra laga sem bannar Ítölum að notast við staðgöngumæðrun. Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið. Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið.
Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira