Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. mars 2025 07:15 Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar